Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Síða 160
Um Postulasöguna
Ytri aðstæður Gyðinga á ritunartímanum
Gyðingar voru dreiíðir um allt Rómaveldi. Dreifing þeirra hófst upp-
haflega á herleiðingartímum Gamla testamentisins og varð algjör, er
Rómverjar ráku þá endanlega úr Jerúsalem um 130 e. Kr. Þá misstu
þeir fóðurland sitt og hafa verið í útlegð æ síðan. Stofnun Ísraelsríkis á
þessari öld er tilraun til þess að helga Gyðingum fóðurland á nýjan leik.
Gyðingar voru engin smáþjóð á dögum Krists. Gizkað er á, að íbúar
Rómaveldis hafi þá verið rúmar fimmtíu milljónir. Gyðingar eru taldir
hafa verið Qórar til fimm milljónir eða 8 - 10% af íbúaijöldanum. Þar af
bjó hálf til ein milljón Gyðinga í Gyðingalandi sjálfu, en alls voru íbúar
þar um þrjár milljónir. Utan Gyðingalands bjó um ein milljón Gyðinga á
Egyptalandi, ein milljón á Sýrlandi og a.m.k. ein og hálf milljón í öðrum
hlutum ríkisins.
Og Gyðingar voru ekki — og eru ekki enn — þjóð í venjulegum skiln-
ingi. Það eru fyrst og fremst trúarbrögðin, sem greina þá frá öllum öðrum
og hafa varðveitt sérkenni þeirra og einingu í þessari miklu deifingu.
Gyðingar voru þannig engan veginn fámennur og áhrifalaus hópur,
heldur stór og öflugur minnihluti í Rómaveldi. Það jók enn á áhrif þeirra,
hve víða þeir höíðu setzt að í ríkinu, einkum í mikilvægustu borgum þess.
Þess ber þó að geta, að allar tölur um íbúafjölda eru að verulegu leyti
byggðar á ágizkunum.
Flestir íbúar Rómaveldis voru fjölgyðistrúar. Þeir áttu því auðvelt með
að viðurkenna tilvist fleiri guða en þeirra, er þeir sjálfir trúðu á. Þegar
Rómverjar skipulögðu tilbeiðslu keisarans sem guðlegrar veru, var það
fyrst og fremst pólitísk ákvörðun. Keisarinn var sameiningartákn
ríkisins og menn sönnuðu hollustu sína við ríkið með því að færa honum
fórn. Þessi krafa olli fjölgyðistrúarmönnum engum erfiðleikum.
Gyðingar einir voru eingyðistrúar og gátu því ekki fært keisaranum
fórn sem guðlegri veru. Rómverjum tókst aldrei að fá þá til þess að færa
keisaranum fórnir.
Eftir að Rómverjar höfðu árangurslaust reynt að beygja Gyðinga til
hlýðni, veittu þeir þeim undanþágu frá keisaradýrkuninni. Ástæðan var
augljós.
Rómverjum varð smám saman ljóst, að þeim mundi aldrei takast að
beygja Gyðinga, en sérstaða þeirra gjörði þá hættulausa á pólitíska
sviðinu. Þeir gátu ekki komizt til æðstu metorða, hvorki orðið embættis-
menn né hermenn, því að til þess hefðu þeir orðið að taka þátt í keisara-
dýrkuninni.
Gyðingar drógu sig sjálfir út úr daglegu lífi almennings og einangr-
uðust því í Rómarríki. Þeir lögðu einkum stund á verzlun og viðskipti og
158