Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 177
Jónas Gíslason
Þegar eldhúsið varð að
helgidómi
Ég haíði víst ekki sungið margar messur í Skeiðflatarkirkju, er ég tók
að veita athygli myndarlegri konu, sem jafnan sótti messu ásamt syni
sínum. Hún var einbeitt á svip og hlustaði með athygli á prédikun nýja
prestsins.
Ég veit ekki, hvað henni fannst um unga prestinn, þótt mig gruni, eð
henni hafi fundizt mikið á vanta um lífsreynslu og ekki síður þá sönnu
speki, sem vart verður numin af bókum, heldur fæst oftast smám saman
með aukinni reynslu í skóla lífsins. Sá skóli getur oft orðið býsna
strembinn.
Ætli henni hafi ekki stundum þótt það heldur þunnur kostur, sem hann
hafði fram að færa í heilögu húsi Guðs? Góður vinur minn bað mig um sö
koma syni sínum í sveit í Mýrdalnum. Ég bað Helgu um að taka hann og
var hún fús til þess.
Móðurbróðir drengsins kom í heimsókn að Asi skömmu eftir að hann
kom þangað. Hann spurði Helgu, hvernig henni litist á nýja prestinn.
„Jú, hann er ágætur að mörgu leyti, en mér heyrist hann vera nokkuð
biblíufastur!”
Snemma um haustið kom sami maður aftur í heimsókn til Helgu í Ási
og enn barst talið að nýja prestinum. Þá sagði Helga:
„Jú, hann er ágætur. Hann hefur lagazt!'
Mér vitanlega höfðu hvorki skoðanir mínar né prédikun breytzt. Ætli
hún hafi bara ekki verið farin að venjast mér? Mér er nær að halda, að svo
hafi verið.
Fljótlega lágu leiðir Helgu og nýja prestsins saman og samskiptin urðu
því meiri, sem lengri tími leið.
Helga mætti honum eins og hin reynda og vitra kona — öguð í hörðum
skóla lífsins. Hún var óhrædd að segja nýja prestinum sínum til, láta
hann heyra, hvert álit hún hefði á því, er bar á góma hverju sinni.
175