Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 178

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 178
Þegar eldhúsið varð að helgidómi Mér fannst sennilega fyrst framan af, að hún, ómenntuð alþýðukonan, gæti lítið kennt mér, langskólagengnum manninum með háskólapróf upp á vasann. Þó það nú. En ég skipti brátt um skoðun. Og þeir munu fáir, mennirnir, er ég hef mætt á lífsleiðinni, sem ég hef lært meir af en henni og gildir það hvorttveggja, praktíska guðífæði og almenn mannleg samskipti. Og mér er ljúft að bera fram þá játningu, að sumar af dýrmætustu minningum mínum úr prestskapnum, sem ég hef þakkað Guði sérstaklega, eru bundnar samskiptunum við Helgu frá Brekkum, ekki sízt á heimili hennar, en þar gisti ég oft á ferðum mínum um Mýrdalinn, bæði í húsvitjunarferðum og af öðru tilefni. Hún var jafnan kennd við Brekkur, þar sem hún hóf búskap, en hún bjó lengst af í Asi, nýbýli frá Brekkum, með elzta syni sínum, Óskari, þau árin, er ég þjónaði Mýrdalnum. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá fór ég alls ekki fús austur í Mýrdal til að verða prestur þar. Og stundum spurði ég Guð, hvers vegna hann hefði sent mig í Mýrdalinn, þar sem ég þekkti engan mann, þegar hugur minn stóð til starfa á bernskuslóðum. Ég skildi það ekki þá, en lærðist það síðar, að tilgangur hans hafi ekki sízt verið sá, að láta leiðir okkar Helgu frá Brekkum liggja saman, ég vona líka hennar vegna, en kannski fyrst og fremst vegna mín sjálfs. Enn átti ég svo ótal margt ólært af því, sem hann þurfti að kenna mér, ungum og óreyndum presti. Helga hafði lært margt í skóla lífsins. Ég undrast oft, hve skóli lífsins reynist okkur misþungur, og fáum hef ég kynnzt um dagana, sem hafa gengið í jafn harðan skóla og Helga, hvað þá harðari. Henni leið oft illa á þeim skólabekk, en hún hafði sannarlega lært sín fræði, og þarna mætti hún mér eins og hin reynda og vitra kona. Jónína Helga Hróbjartsdóttir hét hún fullu nafni, fædd. á Eyrarbakka, þar sem hún ólst upp við kröpp kjör. Eins og títt var á íslenzkum alþýðuheimilum um og eftir seinustu aldamót, fór hún að heiman strax eftir ferminguna og vann fyrir sér í kaupavinnu og vistum, þar til gekk að eiga eiginmann sinn, Jóhannes Stígsson, í árslok 1918. Jóhannes andaðist eftir fimmtán ára hjúskap og stóð Helga þá ein uppi með tólf börn. Má geta nærri, hve fátækri ekkju hefur reynzt erfitt að framfleyta svo stórum barnahópi, en með aðstoð elztu barnanna barðist hún áfram í sárri fátækt, án þess að bera raunir sínar á torg. Hún var dul um eigin hagi og henni var hvorki gjarnt sjálfri að vorkenna sér né leyfa öðrum að vorkenna sér, enda var hún ein þeirra manna, er aldrei bogna, hvað sem á dynur, en geta að lokum brotnað í 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.