Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Side 197
Jónas Gíslason
Þegar Gullna hliðið var
læst!
Ég hélt ég væri sáttur viö Guð og menn, en mér hefur liðið illa
undanfarnar vikur, því að það er búið að ræna frá mér flokknum, er ég
ungur gekk til liðs við af hugsjón. Ég virðist ekki lengur eiga skoðanlega
samleið með Sjálfstæðisflokknum.
Ég naut þeirra forréttinda sem ungur maður að kynnast all náið
mörgum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á árunum eftir stríð. Ég var
einn af trúnaðarmönnum Bjarna Benediktssonar í kirkjumálum og náinn
vinur Geirs Hallgrímssonar, eins bezta og heiðarlegasta manns, sem ég
hef kynnzt. Við Gunnar Thoroddsen vorum góðir vinir í Kaupmannahöfn
og Jóhann Hafstein þekkti ég vel.
Á unga aldri vann ég fyrir Sjálfstæðisflokkinn allt, sem ég mátti. Ég
var í yfirstjórn varnarliðs friðsamra borgara, er tryggði Alþingi starfsfrið
30. marz 1949. Ætli ég hafi ekki samanlagt varið heilu ári í starf fyrir
flokkinn á háskólaárum mínum. Ég var varaformaður Heimdallar, sat í
stjórn SUS, gekk í Vörð og sat í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Ég er ekki að tíunda þetta til að miklast af því, heldur aðeins að sýna, að
mér verður varla borið á brýn, að ég þekki ekki stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, þótt ég hafi ekki gjört pólitík að ævistarfi mínu.
En nú er svo komið, að ég veit ekki lengur, hvað ég á að kjósa! Sjálf-
stæðisflokkurinn í dag er alls ekki sami flokkur, og ég gekk til liðs við í
stríðslok. Ég á litla samleið með frjálshyggjunni og finn mig ekki lengur
heima í mínum gamla flokki.
Ég ætlaði að halda þessu fyrir sjálfan mig, enda orðinn gamall og
þreyttur, en nú get ég ekki þagað lengur. Og ég beini orðum mínum til
forystumanna flokksins — bæði sem kristinn maður — og sjálfstæðis-
maður, sem hef stutt Sjálfstæðisflokkinn frá uppphafi.
Hver er stefna flokksins í málefnum sjúkra og aldraðra? Ætlar hann að
taka þátt í brjóta niður heilbrigðisþjónustuna, sem byggð hefur verið upp
195