Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1997, Page 201
Jónas Gíslason
Reynslusaga
vígslubiskupsins í
Skálholti 1993
Þriðjudagurinn 29. desember 1992 markar tímamót í lífi mínu.
Ég sat að kvöldverði í Skálholtsskóla með nokkrum gestum, er ég fann
allt í einu einkennilegan doða í vinstri kinninni og fingur vinstri handar
urðu stífir. Ég ætlaði því fljótlega að draga mig í hlé og ganga heim.
Er ég reis á fætur og steig vinstri fæti fram, gaf hann eftir og ég hefði
fallið í gólfið, ef ég hefði ekki verið gripinn í fallinu. Ég fann, að vinstri hliðin
varð máttvana. Læknir kom, leit á mig og sagði: Blóðtappi.
Ég var kominn suður á spítala tvemur tímum síðar og sneiðmynd af
höfðinu sýndi að ég hefði fengið blóðtappa við heilann. Síðan var ég sendur
upp á Grensásdeild. Þá hafði ég að nokkru endurheimt mátt vinstra
megin, en stöðuskynið virtist horfið þeim megin.
Á Grensásdeild hitti ég fyrir „engla", og reynslu minni af þeim er lýst í
greiinni hér að framan.
Starfsfólkið er hendur og fætur Jesú hér á jörðu, þótt það gjöri sér það
alls ekki ljóst sjálft. Ég man, hve margt af því varð undrandi, er ég sagði:
Þið vinnið verk Krists hér á jörð.
Þar þurfti ég að læra að ganga á ný og fór í endurmenntunarhraðferð.
Mér varð ljósari en áður munurinn á uppeldi okkar og Guðs.
Mannlegt uppeldi kennir okkur að standa á eigin fótum og bjarga
okkur sjálf.
Guð fer þveröfugt að. Samfélagi heilagra líkist vöggustofu á
fæðingardeild. Ómálga barnið á allt sitt undir höndunum að ofan, sem
sinna öllum þörfum þess, og án þeirra gæti það ekki lifað. Guð gjörir
okkur sífellt háðari sér.
Fyrst eftir að ég veiktist, þorði ekki að reyna að standa upp, því að ég
var hræddur um að detta.
199