Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 9
SVEINN ÞORVALDSSON skákmaður
eftir HANNES PÉTURSSON
f VÍ6FRÆGRI sögu, Manntafli eftir Stefan Zweig, kallast
skáklistin „íþrótt íþróttanna ... hrein hugaríþrótt og öllum tilviljun-
um óháð". Sagt er, að hún sé „eini leikurinn, sem enginn veit af
hvaða forsjón heimurinn hefur þegið til þess að stytta leiðinlegar
stundir, hvessa skilningarvitin og viðra sálina". Og höfundurinn bend-
ir á, að skáklistin kalli fram „sérstaka tegund meistara, engum öðrum
líka, menn, sem hafa hlotið sérgáfu skákarinnar í vöggugjöf, sér-
snillinga, sem hafa til að bera framsýni, þolinmæði og tækni í ákveðn-
um hlutföllum, á sama hátt og stærðfræðingar, skáld og hljómlistar-
menn, þótt þar sé þeim raðað og þær tengdar á annan veg".
Að „sérsnillingum", hvers eðlis sem þeir eru, búa máttarvöldin æði
misjafnlega. Suma hneppa þau í fjötur svo illra samfélagslegra að-
stæðna, að úr þeim verða hérvillingar eða skrípi. Tii sumra líta þau
í náð fyrsta spölinn, en hneikja þeim síðan, aðra leiða þau fram, þrep
af þrepi, til hæsta áfanga, Ijá þeim kost á að beita getu sinni allri
á háþroskatíma ævinnar. Slíkir menn deyja ekki frá tækifærum, sem
aldrei buðust, þau voru fengin þeim, og þeir neyttu þeirra af alefl-
ingu hæfileika sinna. Þeir urðu það, sem þeir gátu framast orðið
Til „sérsnillinga", sem veitt er brautargengi aðeins skamma hríð,
taldist Sveinn Þorvaldsson. Sautján vetra gamall skipaði hann sér í
fremstu sveit íslenzkra skákmanna, átta árum síðar var hann allur.
Hér verður hans getið lítið eitt, ekki skákfræðilega, heldur í minn-
ingarskyni.
7