Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 38
SKAGFIRBINGABOK
var Björn borinn „sökum" eSa nokkrum ljótum verknaði. Og í Lands-
yfirréttardómum frá fyrra hluta 19. aldar sést nafns Björns Illuga-
sonar hvergi getið.
Hér skulu teknar nokkrar glefsur úr Sögu frá Skagfirðingum, þar
sem Björn Illugason kemur við mál. Fer ég eftir tímaröð og greini
ártöl:
1809 .... en því næst var landaþræta milli Ara læknis á Flugu-
mýri og Steingríms Höskuldssonar á Miðgrund. Sendi Ari vestur
eftir Sigurði sýslumanni Snorrasyni og fékk hann sín vegna, en Björn
Illugason í Neðra-Ási var fyrir hönd Steingríms, og þótti mörgum
Ari þá ásvellur til landa, fór Björn vel með sínu máli, en þó samdist
svo með þeim, að Steingrímur seldi Ara Miðgrund og Syðstugrund
1812 „... Þar eftir varð enn mál. Kærði Jón prestur Jónsson í
Goðdölum Jón bónda Höskuldsson á Merkigili um óhlýðni við að-
varanir að skilja við barnsmóður sína, og svo óþæg orð. Gottskálk
á Völlum var fyrir prest, því hann gat ei sjálfur farið, hafði hann
dottið af baki í Héraðsvötnum í köldu veðri, og var bjargað af
manni, er á bakkanum stóð, en hann sýktist eftirleiðis af kulda.
Björn Illugason í Neðra-Ási var fyrir Jón, hann fylgdi fast málinu
og þó stillilega, og sögðu sumir, að jafnmikla gegnd hefði þeir ekki
ætlað honum. Pétur prófastur var á þingi og lagði mikið til sátta
sem hann var vanur, en það vann ekki. Þó urðu sættir um síðir
fyrir tillögur sýslumanns og með fylgi prófasts, svo að Jón lofaði
XXX dölum til virðingar við prest, og lægingarlaust af sér, og
skyldi þar í vera þingskostnaður allur. Lauk svo því máli..."
1813 „Hinrik hét son Gunnlaugs [Hrólfssonar frá Álfgeirsvöll-
um], hann bjó í Svartárdal, annar hét Þorsteinn, hann var í Hjalta-
dal og hafði verið kvæntur, en kona hans var nýdáin. Átti hann þó
börn eftir, en var snauður að mestu, svo börnin lágu að nokkru á
sveit. Var Þorsteinn húskarl hjá Páli rektor, og sagði hann, að hann
ynni mikið, var hann þó heldur tekinn að eldast. Þorsteinn vildi
kvongast, en Gísli hreppstjóri og þó heldur Björn Illugason bönnuðu,
meðan hann fengi ei jarðnæði, fylgdi rektor honum að kvonfanginu,
og var konan ung. Var þingað um þetta í Viðvík hinn XII. dag
36