Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 55
VILLA Á GEITHÚSMELUM
eftir björn egilsson á Sveinsstöðum
Kirkjuferbir að Goðdölum eru mér minnisstæðar frá
æskuárum mínum. Yfir þessum minningum er Ijómi í vitund minni
nú, eða ilmur fortíðar. Frá Sveinsstöðum að Goðdölum eru um 10
km eða tveggja stunda gangur. Á vorin og sumrin var farið ríðandi,
en gangandi á vetrum. Mig rámar í, að ég var reiddur til kirkju,
og ef til vill hefur það verið fyrsta kirkjuferð mín. Það man ég
vel, hvað ég var oft lúinn að ganga til kirkju, oft í misjöfnu færi,
en presturinn kallaði börn til spurninga 10 ára gömul eða yngri
til þess að fylgjast með lærdómi þeirra í kristnum fræðum. Ég veit
það með vissu, að ég fór til spurninga í marzmánuði 1916. Ég veit
það vegna þess, að eftir messu var jörðuð kona áttræð að aldri, sem
hafði áður verið á heimili mínu og ég verið mjög hændur að, en
það er önnur saga og verður ekki rakin hér. Það var annars ekki
venja að jarða á sunnudögum, en hagræn vinnubrögð hafa lengi
verið til á íslandi. Það þótti ekki rétt að ómaka prestinn á virkum
degi langa leið, þar sem hreppurinn varð að kosta útförina, og ekki
var því kostað til að biðja um líkræðu. Prentað guðsorð var látið
duga.
Ég ætla nú að segja það, sem ég man frá kirkjuferð á jólum 1914,
en þá var ég 9 ára. Frá þessum tíma og fram að fermingu fór ég
margar ferðir á vetrum til kirkju, en þessa ferð get ég tímasett með
vissu. Aðrar heimildir en minni mitt vitna þar um.
Á jólum 1914 var snjór nokkur og gangfæri ekki gott. Móðir mín
lagði af stað til kirkju með tvö elztu börn sín, mig og systur mína,
53