Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 108
SKAGFIRÐINGABÓK
Vetrarblóm S. oppositifolix.
Gullbrá S. Hirculus.
Snæsteinbrjótur S. nivalis.
Mýrasóley Parnassia palustris.
Jarðarber Fragaria vesca.
Gullmura Potentilla Crantzii.
Holtasóley Dryas octopetala.
Hrútaberjalyng Rubus saxatilis.
Ljónslappi Alchemilla alpina.
Maríustakkur (með útstæðum hár-
um).
Maríustakkur (aðhærður).
Blágresi Geranium silvaticum.
Eyrarós Chamaenerium latifolium.
Lindadúnurt Epilobium alsinifolium.
Fjalladúnurt E. anagallidifolium.
Hvönn Archangelica officinalis.
Bláberjalyng Vaccinium uliginosum.
Krækilyng Empetrum (óvíst hverrar
tegundar).
Dýragras Gentiana nivalis.
Gleymmérei Myosotis arvensis.
Blóðberg Thymus arcticus.
Lokasjóður Rhinanthus minor.
Smjörgras Bartsia alpina.
Augnfró Euphrasia frigida.
Lækjadepla Veronica serpyllifolia.
Steindepla V. fructicans.
Lyfjagras Pinvicula vulgaris.
Gulmaðra Galium verum.
Hvítmaðra G. pumilum.
Jakobsfífill Erigeron boreale.
Skarifífill Leontodon auctumnalis.
Fífill Taraxacum (ekki greint milli
tegunda).
Undafífill Hieracium (ekki greint
milli tegunda).
Bceirnir á hörmunum
Áður fyrr voru tveir bæir við gilið. Ekki verður þó fullyrt, að
þar hafi verið búið samtímis. Stigasel stóð norðan við gilið. Þar var
búið um alllangt skeið, um og eftir miðja öldina, sem leið. Fór selið
í eyði 1873. Síðan eru þar beitarhús frá Gilsbakka.
Bærinn stóð á norðurbarmi Selgilsins, um 10 metra ofan við nú-
verandi beitarhúsahlöðu, fast neðan við götuna yfir gilið. Glöggt
sér þess merki, að garðrækt hefur verið stunduð í Stigaseli. Getur
þar naumast verið um annað en kartöflurækt að ræða.
Sá sem lengst bjó í Stigaseli, svo að vitað sé, var Guðmundur, kall-
aður pinkill, Guðmundsson bónda á Nýjabæ, Nikulássonar. Bjó
hann þar tvisvar, samtals 15 ár. Flutti hann þaðan alfarinn árið
1866. Talið er, að hann hafi fært heim hellustein allvænan, sem nú
stendur framan við bæjarstæðið.
Vel gróið drag liggur á vinstri hönd, þegar komið er suður yfir
gilið. Liggur dragið í hálfhring um háan mel. Eru vatnaskil í drag-
106