Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 47
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
Guðrúnar frá fyrra hjónabandi hennar. Hann dó 1843. Bjó þar síðan
ekkja hans, Geirlaug Eiríksdóttir, en fluttist þaðan að Litlahóli 1844.
Börn þeirra hjóna, Gunnlaugs og Geirlaugar, voru Ingibjörg, kona
Konráðs hreppstjóra Jónssonar, síðast í Bæ, Guðlaug, kona Björns
Þorkelssonar á Sveinsstöðum, báðar merkar húsfreyjur, Jónas bóndi
á Þrastarhóli og fleiri.
Þá urðu næstu leiguliðar þeirra á Hofstöðum þau Guðmundur
Ólafsson eldri frá Vindhæli og kona hans, Steinunn Pétursdóttir frá
Ási í Hegranesi. Börn þeirra voru: Séra Pétur í Grímsey, Sigurður
málari, Rannveig, gift Sigurði Jónssyni frá Hofdölum, o. fl. Rann-
veig og Sigurður voru foreldrar Jóns Sigurðssonar á Skúfsstöðum,
annars aðalheimildarmanns að þessum þætti, og Unu, móður Sigur-
veigar frá Kálfsstöðum.
Þau Guðmundur og Steinunn fluttust frá Hofstöðum vorið 1849,
en í stað þeirra komu þau Pétur, sonur Jóns frá Lóni, Björnssonar,
og kona hans, Sigríður Björnsdóttir. Bjuggu þau á Hofstöðum leng-
ur miklu en þeim entist líf Birni Illugasyni og Guðrúnu konu hans.
Synir þeirra Péturs og Sigríðar voru hinir vel þekktu Hofstaðabræð-
ur, Björn og Sigurður, er bjuggu þar langan aldur eftir foreldra sína.
Eiga þeir marga og merka niðja, sem óþarft er upp að telja.
Eignir Björns Illugasonar og Guðrúnar voru að mestu leyti í jörð-
um. Sést það á kjörskrá til alþingiskosninga, er samin var fyrir
fyrstu kosningarnar 1845, að jarðeignir Björns hafa þá numið 215
hundruðum. Átti enginn annar Skagfirðingur svo mikla jarðeign
innan sýslunnar á þeim tíma. Næstir honum komust Jón ríki Guð-
mundsson í Gröf á Höfðaströnd með 200 hundruð, Einar administra-
tor á Hraunum með 186 hundruð. Þá eru þeir næstir Sveinn Sveins-
son í Haganesi og séra Benedikt Vigfússon á Hólum með 161 hundr-
að hvor. Er þó þess að gæta, að séra Benedikt hefur þá átt jarð-
eignir í Þingeyjarsýslu, sem ekki komu fram á þessari kjörskrá. Alls
eru þá kjörgengir og á kjörskrá í Skagafirði 150 menn, sumir þeirra
þá utan sýslunnar.
Birni hefur ekki verið ógeðfellt að kaupa jarðir. 22. maí 1839
keypti hann Mikley í Vallhólmi og lét fyrir hana 70 spesíur danskar.
19. desember 1844 keypti hann 16 hundruð í Syðra-Vallholti og
45