Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 169
MINNZT NOKKURRA RBYKSTRENDINGA
Komst hann svo heim yfirkominn af harmi og þrekaður mjög. —
Björn varð gamall maður. Bjó úti á Skaga, að Mallandi og Gauk-
stöðum.
Nokkru áður en Gísli bóndi drukknaði, hafði Kristín yngri alið
barn. Var það mey og var skírð Kristín. Hún var kennd Magnúsi,
syni Sigurðar skálds á Heiði. Hafði hann verið sjómaður á Reykj-
um haustið áður. Mun hann hafa gengizt við barninu, því Magnús-
dóttir var hún skrifuð. En þó heyrði ég einhvern vafa talinn á því,
að hann hefði átt barnið. En hvað sem um það er, tók Kristín Ingi-
mundardóttir barnið og ól það upp sem sitt eigið. Kristín Jóns-
dóttir giftist nokkru síðar Sveini Gíslasyni, og fóru þau að búa,
fyrst á Reykjum móti eldri Kristínu, svo í Hólakoti og bjuggu þar
lengi.
Kristín Ingimundardóttir sat kyrr á Reykjum eftir fráfall manns
síns, byggði hún hálfa jörðina um tveggja eða þriggja ára skeið.
En 1862 flutti hún að Ingveldarstöðum syðri og bjó þar til æviloka
1883.
Kristín hafði víst aðeins smá landbú sér til framfæris. Hafði hún
oftast húsfólk, er starfaði fyrir hana að heyskap og skepnuhirðingu.
Stundum hafði hún ungling til smalamennsku og snúninga. Bróðir
minn, er Gunnar heitir, var hjá henni eitt ár um 1880. — Sparsöm
var hún mjög, en dagfarsgóð. Ekki kvaðst bróðir minn hafa verið
svangur hjá henni, en maturinn hefði oft verið miður góður.
Stefán Bjarnason. Á árunum 1863—87 bjó á ytraparti Ingveldar-
staða Stefán Bjarnason. Var hann einn af hinum kunnu Bjarnason-
um frá Sjávarborg. Voru þeir margir merkir menn og athafnasamir.
Þessa heyrði ég nefnda, auk Stefáns: Sigurð bónda á Stóra-Vatns-
skarði, Þorstein í Litlu-Gröf, Jónas í Áshildarholti og Jón, föður
Bjarna útgerðarmanns á Sauðárkróki. Systur áttu þeir og nokkrar,
sem ég kann ekki að nefna. Allmiklar ættir eru komnar frá þessu
fólki og hefur þótt atgervisfólk.1
1 Ura Borgarætt, afkomendur Bjarna skyttu á Sjávarborg, er þáttur í Sagna-
blöðum hinum nýju eftir Örn á Steðja, Rvík 1956.
167