Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 48
SKAGFIRSINGABÓK
greiddi fyrir 120 spesíur danskar og Mikley með. 1848 keypti hann
9 hundruð í sömu jörð og greiddi með 180 spesíum dönskum. Og
1855 seldi hann hálft Syðra-Vallholt Birni Gottskálkssyyni fyrir 270
spesíur.
Svo tjáði mér heimildarmaður minn, Jón Sigurðsson, eftir Rann-
veigu móður sinni, að henni og eins foreldrum hennar hafi fallið
vel sambýli við Björn og konu hans. Skap hans var þá tekið að
kyrrast, og var hann oft málreitinn. Sagði hann mér eftir móður
sinni, að Björn hefði verið einstaklega barngóður og haft miklar
mætur á unglingum, sem hann kynntist að manndómi og hagsýni.
Alla tíð var Björn samhaldssamur, gætti vel eigna sinna, gaf ekki
gjafir, en vildi ávallt hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Eitt sinn lét hann
leiguliða sinn fá tvílembing til þess að venja hann undir á, sem
misst hafði lamb sitt. Þá voru tvílembingar venjulega ekki seldir,
ef svo stóð á. Flestum ám var nóg boðið með því að mjólka vel einu
lambi. En að þessu sinni kvaðst Björn vilja láta skila sér aftur skinn-
inu af dauða lambinu, og eina sjóvettlinga vildi hann fá að auki.
Sami heimildarmaður mundi Björn Illugason, þótt ungur væri, þá
er Björn dó. Kvað hann Björn hafa verið mikinn vexti og eftir-
tektarverðan, hafi svipurinn allur verið mikill um sig, einnig kjálk-
ar hans og haka. „Þótti mér hann glumrulegur," bætti hann við.
Ekki er mér fullkomlega ljóst, hvað glumrulegur átti að tákna. Gat
það að vísu verið lýsing á málrómi hans og fasi.
Svo segir mér Pétur Jónasson (áður hreppstjóri á Sauðárkróki),
dóttursonur Björns Péturssonar bónda á Hofstöðum og eftir honum,
að Pétur faðir Björns hafi orðið að greiða ríflegt gjald fyrir ábúð
sína á Hofstöðum, hann hafi fóðrað og hirt 100 sauði, sem Björn
Illugason átti, hvern vetur og skilað þeim úr fóðri jafnan fyrsta
sumardag. Sennilegt þykir mér, að sama leigumála hafi hinir fyrri
leiguliðar Björns, sem voru á Hofstöðum á undan Pétri, hlotið að
inna af höndum. Þá var jarðaafgjald undantekningarlítið greitt í
veturgömlum sauðum (gemlingum) framgengnum að vori. Er auð-
sætt, að Björn hefur jafnan átt marga sauði og honum verið auðvelt
46