Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 66
SKAGFIRBINGABÓK
er þá ekki ólíklegt, að hann hafi kunnað sitthvað annað en kverið
sitt. Á fullorðinsárum var hann prýðisvel skrifandi. Rithönd hans
var nett og áferðarfalleg af nokkrum eiginhandarritum hans að dæma,
sem enn eru til.
Jón var frekar hár vexti, grannholda og nokkuð lotinn í herðum.
Hann var dökkhærður og bar lítils háttar hökuskegg. Augabrýn
voru loðnar, augun grá, fremur smá og lágu djúpt, mjög hvikul og
glettnisleg. Hann drap tittlinga sem kallað er. Upplitsdjarfur var
hann og ekkert feimnislegur, glaðsinna og spaugsamur og hafði yndi
af samræðum. Orð er á því gert, að hann hafi haft gaman af spila-
mennsku. í slíkum gleðskap lét hann oft stökur fljúga, og spilin
nefndi hann ýmsum nöfnum, svo sem Laufagosann, er hann nefndi
Gísla Brandsson, Spaðaníuna Brúnkollu og Laufaníuna Naglajóku.
Eftirfarandi bragur lýtur að einu spilaferðalagi Jóns um jólahátíð-
arnar:
Hríð er í lofti, hulin er sólin,
hökli ísbláum tjaldað er frón.
Gefi oss Drottinn gleðileg jólin,
gjörir þess biðja Ketusels-Jón,
sem nú ber kraftana lúraða og lina
labbandi með tvö og fimmtíu spil.
Kem svo að Nesi til kunningja og vina,
kvíði hreint engu um mótlætisbyl.
Glýja er fyrir gleðinnar sólu,
þó gengi mér reisan í fyrstu allvel.
Upp eftir komst ég á annan í jólum.
Auðna til lagði ég fann Ketusel.
En þegar ég gjörði þangað heim oka,
þá var svo veðráttan Brunanum í,
meinbannsett stormviðri og myrkviðurs þoka,
svo mér lá við nærri að villast í því.
Ekki er þessi getið, að Jón hafi verið óreglumaður á vín, þó að
varla hafi hann forsmáð brjóstbirtuna. Tóbaksmaður var hann og
64