Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 113
MERKIGIL
þannig bundinn, að silinn var miklu nær fremri enda baggans, svo
að afturendinn dróst við jörð. Þannig var viður jafnan bundinn,
nema stuttur væri. Eitt sinn féll dröguhestur frá Merkigili dauður
niður, er kom upp á suðurbarminn. Var það áður en vegurinn var
sprengdur framan í klettinn.
Alltaf þurfti að flytja eitthvað yfir gilið á vetrum, þó að aðal-
flutningar færu fram á öðrum tíma árs. Var þá oft, að krækja varð
með hesta upp fyrir bunkann í Vegamel. Var ýmist, að menn og
hestar voru ekki svo búnir til fótanna sem skyldi eða bunkinn ófær
með öllu vegna bratta. Stundum hnoðaðist líka í hóf, en þá er lítið
gagn að skaflajárnunum. Oft var borið af, þegar farið var upp fyrir
bunkann, en svo var það kallað, þegar hestar voru losaðir við klyfj-
arnar yfir sérstakar torfærur. Það var óhægt verk að bera af í Vega-
mel nema fyrir sterka menn og fótvissa. — Algengast var, að menn
stigu af baki hestum sínum og teymdu þá eða rækju yfir gilið.
Bæði var, að flestum þótti betra að ganga niður í gilið en að sitja
á hestinum, og frekar þótti það hestaníðsla að ríða upp úr því. Þótti
samt ekki tiltökumál, þó að þeir gerðu það, sem af einhverjum ástæð-
um áttu mjög erfitt um gang, enda væri hægt farið. Vegna þeirrar
venju að stíga af baki við gilið, þá hafa sumir álitið, að þeir ynnu
sér nokkuð til frægðar með því að ríða yfir það. Það er misskiln-
ingur og hefur aldrei, svo að vitað sé, verið talið manndómsmerki
í Austurdal, nema síður væri.
Þá er að geta tveggja gönguleiða yfir gilið. Heita þær Einstigur
og Miðstigur. Einstigur er yfir gilið neðst og því skemmsta leið
milli bæjanna. Miðstigur er hins vegar um það bil miðja vegu milli
Einstigs og vegarins. — Þegar fara skal suður yfir á Miðstig, þá er
farið niður gjá allmikla efst af Fagradalsmelum, en svo heita melar
þeir, sem liggja að gilinu norðanverðu á nokkrum kafla. Liggur
leiðin beint niður að ánni, yfir hana eftir hentugleikum og síðan
upp Miðstigstorfur að sunnan. Enda þótt Miðstigur sé klettalaus leið
að kalla, hefur hann þó líklega löngum verið fáfarinn. Veldur þar
mestu um, að gilið er þar einna dýpst, auk þess farið að styttast upp
á veg, þegar þangað er komið.
Þegar Steingrímur Jónsson, síðar bóndi á Silfrastöðum, átti enn
111