Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 148
SKAGFIRBINGABÓK
Sennilega hefur Þorvaldur strax á fyrstu árum sínum á Reykjum
verið smali hjá bóndanum þar og þá ekki verið hjá foreldrum sínum,
því svo segir mér sonur hans, að hann hafi verið 20 ár vinnumaður
á Reykjum, og gat hann vel tekið svo til orða, þó hann hefði verið
smali fyrstu árin. En fermingarvorið fór Þorvaldur að róa til Drang-
eyjar og hefur eftir það eflaust verið talinn vinnumaður.1
Á þessum árum bjó á Reykjum Þorleifur Jónsson. Ekki veit ég
hvaðan hann var ættaður.2 Kona hans hét Sigríður Þorbergsdóttir
frá Dúki í Sæmundarhlíð. Þau komu að Reykjum 1862 frá Gili í
Borgarsveit. Þorleifur var dugnaðar- og kappsmaður mikill, enda
varð hann fljótt stórvirkur að öflun allra sjávarnytja. Sjálfsagt hefur
hann snemma haft allvænt landbú, því það heyrði ég talað um, að
hann hefði komið sauðfé sínu í fóður fram um sveit og greitt með
því í sjóarafurðum. Einnig heyjaði hann frammi í sveit, t. d. í Húsa-
bakkaflóa og víðar, og setti fé á heyin. Það er augljóst eftir öllum
þeim sögnum, sem ég heyrði um hann, að hann hefur verið mikill
búmaður, kappsamur og útsjónargóður. Enda hefur mikið þurft til
heimilis að leggja, þar sem alltaf var margt vinnufólk, auk sjö barna
og svo fjölda sjómanna vor og haust.
Þegar kom fram undir 1870, hafa Reykir alls ekki borið landbú
Þorleifs, því um 1875 eða fyrr byggir hann sér fjárhús í Selhólum
í Gönguskörðum, heyjaði hann þar á sumrum, fékk svo bóndann,
sem þar bjó, til þess að hirða fé sitt á vetrum, setti hann þangað aðal-
lega lömb og yngra fé. Varð hann fljótt vel efnum búinn. Lét hann
og menn sína smnda sjó allar árstíðir, þegar um afla var að ræða.
Hélt hann stundum úti tveimur eða þremur bátum til fiskjar á
haustin. Var hann jafnan sjálfur formaður á einum þeirra. En 16 ára
varð Þorvaldur Ólafsson formaður á sexæringi, er Þorleifur átti, og
var það upp frá því, meðan hann átti heima á Reykjum.
1 Þorvaldur var kominn yfir fermingu, er hann fór að Reykjum, og því
líklega gerzt þar þegar vinnumaður.
2 Þorleifur var f. 1832, sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar á Siglunesi, en
ólst upp á Reykjum á Reykjaströnd og á Geirmundarstöðum, sbr. Skagf. ævi-
skrár I. b., en þar er þáttur af honum. — Frá Þorleifi segir allnokkuð í
Sögu Sauðárkróks.
146