Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 168
SKAGFIRBINGABÓK
Fyrsta sinni fleyti ég knör
með flutning minn í Reykjavör.
Hvort þar finn ég happakjör
hugmyndin er óljós gjör.
Þegar þau hjón höfðu búið á Reykjum í sjö ár, drukknaði Gísli
í fiskiróðri, 18. desember 1858.
Frásögn um sjóslys þetta mun hafa birzt á prenti, en ég ætla samt
að setja hér útdrátt úr henni.1
Að kvöldi hins 17. desember höfðu tvö inntökuskip komið að
Reykjum, innan af Ströndinni, því fiskur var horfinn úr innfirðinum.
Fengu skipsmenn þarna uppsámr í bili, og bjuggust þeir um til að
geta byrjað róðra næsta dag. Varð því vart við nokkra samkeppnis-
óró í hásetum Gísla. Morguninn eftir var veðurútlit mjög ískyggi-
legt: hríðarkólgubakki fyrir hafinu, svo heita mátti hríðarútlit. Voru
þeir Gísli snemma á fótum, beittu línu sína og héldu svo til sjávar.
Þeir voru fimm á bátnum: Gísli formaður og Jóhannes bróðir
konu hans, þriðji Davíð, húsmaður frá Sveinskoti við Ingveldarstaði,
fjórði Björn Guðmundsson frá Kúfustöðum í Svartárdal, fimmti Jón,
líka vestan úr Svartátdal.
Norðaustankaldi var á. Ýttu þeir nú úr vör og reru norður fyrir
Reykjadisk, héldu svo áfram norðaustur til miða. Veðrið óx hratt
og hafaldan stækkaði og jafnframt skall á koldimmt kafald. Sneru
þeir þá við, settu upp segl og héldu til lands, en sökum hríðarsort-
ans sáu þeir ekki landið, fyrr en þeir voru komnir upp í brotið
norðan við Diskinn, og hvolfdi bátnum þar. Björn Guðmundsson
var syndur og tókst honum að bjarga sér upp í víkina, þó að honum
gengi erfiðlega að ná fótfestu í sandinum. Klæddi hann sig úr skinn-
klæðunum. Flaug honum þá í hug að reyna að synda gegnum brimið
út að bátnum, því hann sá Gísla á kjölnum og taldi, að vegalengdin
hefði ekki verið meiri en 100 faðmar. Þó hætti hann við það áform.
1 Frásögn af slysinu birtist í NorÖra þ. 27. desember 1858, en fyllri frá-
sögn er í Heimdraga II, Rvík 1965, og er þar m. a. smðzt viÖ þátt þennan
af Reykstrendingum.
166