Skagfirðingabók - 01.01.1969, Side 202
SKAGFIRÐINGABÓK
og heilsa þeir honum, en engum orðum skiptir Jakob við hann, því
hann óttaðist, að Halldór kynni að þekkja sig á málrómnum. Jakob
var í yfirfrakka og með silfurbúinn staf. Halldór víkur nú Sölva
afsíðis og spyr hann í hljóði, hver maðurinn sé, sem með honum
var. Sölvi segir Halldóri, að þetta sé stjórnar-sendimaður úr Reykja-
vík; hafi þeir þar heyrt, að einhverjir séu hér, sem þverskallist við
að láta bólusetja fé sitt, en slíkt sé tugthússök. Halldór biður nú
Sölva blessaðan að leggja sér ráð. Sölvi segir, að bezt sé fyrir hann
að tala sjálfur við manninn, „en vertu nú kurteis við hann og auð-
mjúkur, því mér virðist maður þessi mesti stórbokki". — Halldór
gengur þá til Jakobs með húfuna í hendinni og játar honum sekt
sína (sem þó raunar engin var, því bólusetningin var ekki lögboðin).
Lofar hann bót og betrun. Jakob tekur þessu þunglega í fyrstu,
talar þó fremur lítið, en segir loks, að hann muni leggja til við
stjórnina, að strangleika laganna verði ekki beitt að fullu við hann,
en engu geti hann þó lofað. Halldór talar nú enn við Sölva, sem
ræður honum til að blíðka Jakob með peningum. Halldór tekur þá
upp 5 krónur og biður Jakob að þiggja. Tekur Jakob við þeim með
semingi. Síðan kveðja þeir Halldór.
Morguninn eftir lét Halldór bólusetja fé sitt. Þá fór Sölvi til hans,
sagði honum alla söguna, bar honum kveðju Jakobs og færði hon-
um til baka fimm krónurnar, en ekki lézt Halldór mundu trúa því,
að það hefði verið Jakob á Brekku, sem hann hefði átt orðastað
við um kvöldið, og hann hafði við orð að trúa framvegis engu orði,
sem Sölvi segði. Það efndi Halldór þó ekki; hann trúði Sölva eftir
sem áður allra manna bezt.
Þegar Halldór var orðinn gamall, að ég hygg um sjötugt, lenti
hann í ástarævintýri. Þá voru börn hans uppkomin. — Vinnukona
var hjá Konráði á Yzta-Hóli, Þórey að nafni, Jóhannsdóttir, kölluð
oftast Tóta, og mun þá hafa verið komin yfir þrítugt. Frá Yzta-
Hóli fór Tóta svo vistferlum að Keldum, næsta bæ, en þar bjó þá
Sigurjón Jónsson, sem síðar nefndi sig Ósland. Þar fæddi hún barn,
stúlku, og lýsti Halldór föðurinn. Einum eða tveimur dögum eftir
að barnið fæddist, kemur Halldór að Yzta-Hóli, og segir Sölvi hon-
200