Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 195
GAMLIR DAGAR
Hamarsgerði, bráðlaglega stúlku. Ég var þá níu ára. Þau voru gefin
saman á Mælifelli af séra Jóni Ó. Magnússyni. — Þetta var vín-
veizla, mikið sungið, gleðskapur nógur.
Þegar ég stálpaðist nokkuð, fóru foreldrar mínir að hugleiða,
hvernig ég mætti bezt bjargast í lífinu og þyrfti ekki að leggja á
mig líkamlega vinnu. Var ákveðið, að ég skyldi afla mér nokkurrar
menntunar. Mér var fyrst komið fyrir hjá Snjólaugu föðursystur
minni í Litluhlíð, en sonur hennar, Guðmundur, var gagnfræðingur
frá Flensborg. Ég var þarna í þrjár vikur veturinn fyrir ferminguna,
einnig var ég hjá mági mínum, Tómasi Pálssyni á Bústöðum, í fjór-
ar vikur.
Veturinn 1903 fauk Goðdalakirkja og gjöreyðilagðist. Móðir mín
var þá stödd á Tunguhálsi, en systur mínar, Ólína og Margrét, í
Goðdölum. Fólkið vissi ekki fyrri til en kirkjan skall á hliðina. Var
þegar hafizt handa um að bjarga úr henni, og tóku þátt í því heima-
fólk og gestirnir tveir. Tókst að bjarga orgelinu og altaristöflunni,
og mig minnir altarinu, jafnvel einhverju fleiru. Þorsteinn smiður
Sigurðsson reisti svo sumarið 1905 ásamt sveinum sínum kirkju þá,
sem enn stendur.
Fermingarfaðir minn var séra Sveinn Guðmundsson, faðir Jónasar
og Kristjáns lækna, þá prestur í Goðdölum, vænsti maður, en dá-
lítið einkennilegur í sumum háttum, eða svo þótti fólki. Margrét
systir mín var hjá þeim hjónum. Hafði hún það verk á hendi að
bera prestinum mat inn í svefnhús, áður en til náða var gengið, því
að hann borðaði á nóttunni. — Ingibjörg Jónasdóttir kona hans var
góð kona, forkur dugleg og að öllu mikilhæf.
Þar eð Goðdalakirkja fauk veturinn fyrir fermingarvorið mitt,
eins og áður segir, varð séra Sveinn að ferma okkur á Mælifelli.
Við vorum fimm: Kristín Jósefsdóttir á Hofi, Þormóður Sveinsson
á Þorljótsstöðum, Indriði Magnússon í Gilhaga, Gunnar Gunnarsson
á írafelli og ég.
Vorið 1905 drukknaði í Svartá Helga Indriðadóttir ljósmóðir í
Gilhaga. Hún var að koma heim frá skyldustörfum. Þetta slys var
13
193