Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
hélt hann í burtu. Fór hann fyrst að Ketu og var vinnumaður hjá
Guðvarði bónda Þorlákssyni, sem þar bjó lengi og um skeið var
hreppstjóri í Skefilsstaðahreppi. En að lokinni tveggja ára hús-
mennsku, 1863—64, vildi Jón freista þess að fást við búskap á eigin
spýtur. Réð hann til sín fyrir ráðskonu Málfríði Þorláksdóttur, hálf-
systur Guðvarðar í Ketu. Hún var þá orðin roskin kona, fædd árið
1813. Bjuggu þau í Kelduvík. Ekki stóð þó búskapurinn lengur en
árið að þessu sinni, og er Jón næsta ár (1866) vinnumaður hjá Stefáni
Jónssyni, mági sínum á Syðra-Mallandi.
En nú dregur til tíðinda í ævi skáldsins, því að hann tekur að
hyggja á að festa ráð sitt, enda farinn að nálgast þrítugsaldurinn.
Á þessu sama ári, sem hann dvelst á Mallandi, kemur ung stúlka á
Skagann vestan af Skagaströnd. Hét hún Solveig (f. 1841) og var
dóttir Odds bónda Sigurðssonar á Saurum. Fella þau Jón hugi saman
og á næsta ári fæðist þeim sonur, Jóhannes (f. 24. júní 1867). Hefja
þau nú búskap í Ketuseli. Um þá bústofnun kemst Jón svo að orði,
hvort sem nú heldur ber að skilja það sem bjartsýni hins ástfangna
eða kaldranalegt gaman:
Búið verður býsna vel
og borðað spaðið feita,
þegar karl í Ketusel
kemst til rólegheita.
Sennilega er seinni skýringin réttari, ef höfð er hliðsjón af annarri
vísu frá Ketuselsvistinni:
Jón er getinn Gottskálki,
gætið Ketu að seli,
lasinn kveður Ijóðmæli,
lítils metinn aumingi.
En þetta gæti líka verið ort, þegar „rólegheit" ástarvímunnar voru
úr sögunni. Það varð sumsé heldur stutt í samlyndinu. Fór svo, að
þau Solveig skildu að skiptum. Vinslit þeirra virðast hafa gengið
nærri Jóni, ef dæma má af kveðskap hans:
68