Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 10
SKAGFIRBINGABÓK
Sveinn Þorvaldsson var fæddur á Sauðárkróki hinn 12. september
1909, sonur hjónanna Þorvalds Sveinssonar sjómanns og Rósönnu
Baldvinsdóttur. Hann var næstyngstur sex alsystkina, sem upp komust.
Þorvaldur Sveinsson (f. 1868, d. 1952) átti föðurætt að rekja út
í Fljót og var þar í heiminn borinn, en ungur fluttist hann með
foreldrum sínum til Sauðárkróks og átti fyrst nokkur ár heima á
Hlíðarenda ofan kauptúnsins. Faðir hans var sonur Halldórs Jónsson-
ar, prests Jónssonar á Barði, en móðir Þorvalds var Rannveig Jóns-
dóttir, bónda í Hróarsdal, Benediktssonar, alsystir Jónasar bónda og
smiðs í Hróarsdal.
Rósanna (f. 1874, d. 1948), móðir Sveins Þorvaldssonar, var ættuð
úr Skagafirði fram, fædd á Egilsá í Norðurárdal, dóttir Baldvins
Sveinssonar, síðast bónda þar, og Ingibjargar Guðmundsdóttur, bónda
á Ábæ í Austurdal, Guðmundssonar. Guðmundur á Ábæ var nafn-
kenndur stórbóndi um sína daga og ekki lítilþægur.
Þorvaldur og Rósanna gengu í hjúskap árið 1897 og bjuggu eftir
það allar stundir á Sauðárkróki. Þau voru heiðurshjón, virt af sam-
borgurum. Hagur þeirra var örðugur framan af, líkt og flestra í al-
þýðustétt þá, þau skorti veraldargæði, en hvorki dugnað né mann-
dóm.
Rósanna Baldvinsdóttir var kona hlédræg, traust og viðfelldin. Þor-
valdur var mannblendnari og kankvísari. Hann var slyngur skákmað-
ur, hagorður, svo sem móðir hans Rannveig, afar minnugur á gömul
vísnamál og alþýðuhagi í byggðarlaginu og í elli sinni heimildar-
maður um þau efni. Þorvaldur var efalaust tilfinningamaður, en svo
„æðrulaus og jafnhugaður" þrátt fyrir þunga heimilisharma (tíðan
barnamissi), að sanna aðdáun vakti.
Sveinn Þorvaldsson óx upp í föðurhúsum. Eftir barnaskólanám sat
hann einn vetur í Unglingaskóla Sauðárkróks, en gekk úr því að al-
gengum störfum til sjós og lands. Hann var góður verkmaður og
vann heimili sínu það, er hann mátti. Nokkur sumur starfaði hann
í verksmiðju á Siglufirði, og síðast taldi hann sig til heimilis þar í
kaupstaðnum.
Sveinn Þorvaldsson tók ríkulega í arf mannkosti og gáfur foreldra
sinna. Hann var ágætlega viti borinn og veittist skólanám létt, og
8