Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 29
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
fyrir dómstólum, þá gekk almenningsálitið þeim mjög á móti. Þeir
Björn og Sigurður máttu báðir þola brigzl og skapraunir vegna
Reynistaðarmála fram í háa elli. Geymd er vísa, sem ort var um Björn
þá er hann kvæntist í síðara sinn, þá orðinn 76 ára. Var hann þá
enn sakaður um líkaránið. Sambærilega raun mátti Sigurður þola. Er
það álit mitt, að tortryggni sú, er þeir mættu, hafi gert þá verri
menn, kaldari og eigingjarnari en þeir hefðu ella orðið.
Þó var Jón Egilsson mest fyrir sök hafður. Töldu margir hann
einan hafa að líkaráninu unnið, en þó naumast án þess að þeir Björn
og Sigurður hafi vitað hvað fram fór. Þótt margt væri um þessi mál
talað og ýmsum getgátum hreyft, hvílir svo sterk og seiðmögnuð dul
yfir lokum Reynistaðarbræðra á Kili haustið 1780 og hvarfi líkanna
úr tjaldinu, að rökin verða aldrei ráðin.
Jón Egilsson lézt síðla vetrar 1785. Frá honum er komið margt
manna og sumir þeirra hinir merkustu. Fimmti maður frá honum
að niðjatali var Stephan G. Stephansson skáld.
Sigurður bjó lengst í Krossanesi, 40 ár, og var kenndur við bæ
sinn. Varð hann maður gamall, dáinn 1846. „Hann var skýr, einarð-
ur, en þó óþjálgur," segir Espólín um hann. Hefur hann þó vafalaust
um margt verið mikilhæfur, þótt honum hlotnuðust takmarkaðar vin-
sældir. Talinn var hann einn hinna auðugustu bænda í Skagafirði,
þá er hann lézt. Enga á hann afkomendur, svo að fullvíst sé.
Ekki er mér unnt að rekja feril Björns Illugasonar næstu ár eftir
að Reynistaðarmál hófust. Það eitt má þó víst vita, að skjótt hefur
hann horfið frá Reynistað. Eftir öruggum heimildum og því, er hann
sjálfur sagði í áheyrn þeirra, er mundu hann gamlan, fóru Móðu-
harðindin um hann hörðum höndum. Var hann þá alger bónbjargar-
maður. Svo þungur varð honum þá róðurinn, að hann átti sér enga
nótt vísa og þoldi hungur. Leitaði hann þá á náðir bónda nokkurs
og bað hann að taka sig í vinnu og veita sér framfæri. Ekki veit ég
nafn bóndans eða heimili. Bóndi tók honum með semingi og kvaðst
hafa veitt ádrátt öðrum „göngumanni" fátækum að veita honum
vinnu og matbjörg. Samdist þó svo með Birni og bónda þessum, að
Björn mætti vera hjá honum nokkra daga. En með því að Björn
reyndist öllum vonum framar liðtækur, varð það úrræði bóndans að
27