Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 45
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
en þjófurinn ekki." Gekk þá prestur inn, en Jón var úti, og mælti
Björn mjög hörð orð við hann, er hann vildi ýta á sínar árar slíku
hrakmenni. Þaðan fóru þeir í Hofsós."
í Efra-Ási missti Björn Helgu konu sína. Hún lézt 2. marz 1833.
Þá var enn vinnukona hjá þeim hjónum Vilborg Önundardóttir, sú
sem fyrr er um getið. Gerðist hún þá ráðskona Björns og hélzt svo,
unz Björn kvæntist seinni konu sinni, þá háaldraður orðinn, 24.
október 1836, Guðrúnu Þorkelsdóttur á Hofstöðum, ekkju Þorsteins
Pálssonar. Höfðu þau Þorsteinn og Guðrún búið á Hofstöðum frá
1818 til þess er Þorsteinn lézt 1828. Bjó hún þar síðan góðu búi,
unz hún giftist Birni. Hefur þá Guðrún vafalaust átt Hofstaði. Þótt
ég geti ekki sannfærzt um, hver var eigandi Hofstaða á þessum ár-
um, vegna vöntunar á veðmálabókum, þá tel ég mér vera komna
sönnun þess úr annarri átt. í sáttabók Viðvíkurumdæmis, við árið
1826, segir svo: „Var commission haldin í Hofstaðaseli. Benedikt
Vigfússon stúdent á Hólum kærði, að Þorsteinn Pálsson á Hofstöð-
um vildi eigna jörð sinni Hofstöðum meira land en að undanförnu
verið hefði. Þar á móti kvartaði Benedikt um, að ágangur hefði verið
veittur frá Hofstöðum á Hofstaðaselsland. Benedikt uppástendur, að
landamerki séu í svokallaðan Blámel og tillætur að skuli verða við
svokallað Pokaskarð, en mrs. Þorsteinn vill ekki til slaka, að landa-
merki séu sunnar en í Guludý." Sátt komst þá ekki á og var
sökinni vísað til dómstólsins.
Nokkru síðar urðu sættir milli sömu manna um þennan ágreining.
Sömdu þeir þá um landamerki, mrs. Þorsteinn og Benedikt Vigfús-
son. Sú sátt gat ekki gerzt nema Þorsteinn væri þá eigandi Hofstaða.
Við skipti á dánarbúi Þorsteins á Hofstöðum 1829 fá börn þeirra
hjóna, Gunnlaugur, Sigurður og Guðrún, enga fasteign nema Ábæ
í Austurdal, Nýjabæ og Tinnársel. Ekkjan hélt eftir Hofstöðum, er
sést gleggst á því, að í manntali 1835 er hún sögð eigandi jarðar-
innar. Hlutur ekkjunnar er talinn í skiptagerningnum rösklega 670
dala virði.
Guðrún var systir Ólafs skálds Þorkelssonar í Háagerði á Höfða-
strönd og því sonardóttir Ólafs bryta, sem var kunnur maður. Tel
ég víst, samkvæmt manntali 1801, að þau systkin, Guðrún og Ólafur,
43