Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 177
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
Einn son áttu þau hjón, er Guðmundur hét. Hann var stórgáfaður
piltur, gekk menntaveginn, varð bankaritari í Reykjavík; dó 1918
úr spönsku veikinni.
Þau hjón voru bæði mjög bókhneigð, keyptu bækur og lásu mikið.
Á efstu árum sínum varð Málfríður blind. Hún dó 1944 á tíræðis-
aldri hjá Sölva fóstursyni sínum að Skíðastöðum.
Stefán Sölvason, bróðir Benedikts, hafði búið allmörg ár í Gerði
í Borgarsveit (Borgargerði), en flutti 1889 að Daðastöðum og bjó
þar til æviloka 1897. Kona hans hét Elín Vigfúsdóttir frá Geir-
mundarstöðum í Sæmundarhlíð. Stefán Sölvason var gáfumaður og
bókhneigður, las danskar bækur sem íslenzkar. Hann var mjög heilsu-
tæpur og andaðist rúmt fimmtugur.
Þau hjón, Stefán og Elín, áttu tvö börn, pilt og stúlku, og bjó
Elín með þeim nokkur ár eftir lát manns síns. En 1902 fór sonur
hennar, Guðmundur að nafni, vestur um haf. En dóttirin, Margrét,
kona þess, er þetta ritar, er enn á lífi, 78 ára.
Innströnd
Bæirnir fyrir innan Hólakotsá voru venjulega nefndir Inn-
strönd. Fyrstur er Fagranes, sem fram á þessi ár var prestssetur.
Þangað kom séra Árni Björnsson 1889 og bjó þar með móður sinni
fimm ár. Þá giftist hann Líneyju Sigurjónsdóttur frá Laxamýri og
flutti þá til Sauðárkróks, enda var Fagraneskirkja lögð niður um það
leyti. — Ekki hafði hann útgerð eða aðrar stærri framkvæmdir með
höndum, meðan hann bjó að Fagranesi. Part hafði hann af túninu
mörg ár eftir að hann flutti þaðan, og lét flytja töðuna til Sauðár-
króks. En ýmsir bjuggu á jörðinni.
Steinn heitir næsti bær. Þar bjuggu ýmsir á þessum árum. Lengst
mun hafa búið þar Sveinn Sigvaldason eða alls tíu ár. Hann var
dugnaðarmaður hinn mesti og átti snoturt landbú. Hann var orðinn
aldraður á þessum árum. Kona hans hét Ingibjörg Hannesdóttir.
Þau áttu mörg börn, sem flest voru fullorðin og komin í burtu frá
þeim. í kringum 1897 skildu þau hjón og fór Ingibjörg vestur um
175