Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 33
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
fyrir jól. Kona hans angraðist af þessu og óttaðist, að bóndi sinn
hefði misst vitið. En Björn bað hana huggast láta og sagði, að þau
mundu eignast aftur bæði kindur og kýr. Fór svo, að um vorið var
bú þeirra hjóna orðið mun stærra en það hafði áður verið, enda
hafði Björn þá miðlað sveitungum sínum miklu, bæði af heyjum
og kjöti. — Ráðhollur þótti Björn sveitungum sínum og varaði þá
við að láta viðsjármenn á sér ganga. Röggsamur hreppstjóri var
hann talinn og varði harðlega rétt sveitar sinnar. Hann gerðist mað-
ur lögvís og sótti ýmist eða varði mál fyrir marga. Og í heimildum
þeim, er hans geta, er hann nefndur „Björn ríki", „Björn hreppstjóri"
eða „Mála-Björn". Hann var harðdrægur í málafærslu og revndist
sigursæll. Þóttist hann nokkuð af því.
Svo hljóðar hin skráða heimild Gunnlaugs Björnssonar, og má
segja, að í svo stuttorðri frásögn felist furðulega glögg mannlýsing.
Björn var jafnan gætinn búmaður, sem ekki vildi eiga á hættu, en
þó annars vegar spekúlant, sem var glöggsýnn, ef leikfæri var á
borði.
Björn fluttist að Neðra-Ási með snoturt bú, eftir því sem þá
gerðist. Tíund hans var þá 13V2 hundrað lausafjár eftir framtali.
En í Neðra-Ási óx bú hans allmikið. Hæsta lausafiártíund hans var
22 hundruð. Lækkaði svo tíundin, er Gunnlaugur sonur hans kvænt-
ist og fór að búa móti honum.
En Björn hafði með höndum önnur störf en búskap. Hann var
hreppstjóri, sáttamaður (forlíkunarmaður) og kom nokkuð við mála-
þrætur og málaferli — því nefndur almennt Mála-Björn. — Kýs ég,
áður en lengra er komið, að skjóta hér inn í þáttinn nokkrum orð-
um um þessi önnur störf hans.
Björn var hreppstjóri í Hólahreppi árin 1799—1803 og aftur
1805—1807. Gegndi 'hann því starfi ekki síðar. Espólín kemst svo
að orði í Árbókum sínum, er fellur undir árið 1810: „Skipuð var
þá um vorið hin nýja hreppstjórareglan." Get ég þess til, að þar
31