Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 143
ÞÁTTUR AF HALLGRÍMI Á STEINI
4. Guðmundur b. á Hafsteinsstöðum, kvæntur Hildi Tómasdóttur.
5. Guðrún, ógift og barnlaus.
6. Gróa, átti Nikulás b. í Sólheimagerði í Blönduhlíð.
Sonur Sigurðar Hallgrímssonar í Keflavík var Sigurður yngri í
Keflavík, f. 1758, d. 1826. Hann hefur verið ellefu ára, þegar Hall-
grímur afi hans andaðist. Sigurður hefur því í bernsku vel getað
kynnzt afa sínum persónulega, því ekki er nema rúmlega einnar
stundar ferð frá Keflavík að Steini á Reykjaströnd, hvort sem farið
er sjóveg eða landveg á hestum.1
Hvort sem Sigurður yngri hefur þekkt afa sinn persónulega eða
ekki, þá má teija víst, að Hallgrímur hafi kennt Sigurði syni sínum
sund. Telja má og víst, að Sigurður Hallgrímsson hafi sagt syni sín-
um, Sigurði yngra, margt um Hallgrím föður sinn og sundkennslu
hans. Sigurður yngri hefur svo sagt syni sínum, Stefáni í Keflavík,
frá þessu og hann aftur föður mínum. Þessi vitneskja um sund-
kennslu Hallgríms er því ekki langt að komin.
Heimildir: Auk þeirra heimilda, sem getið er jafnharðan í þætt-
inum, er stuðzt við Árbækur Espólíns, 8. og 9. deild, Jarða- og
búendatal í Skagafjarðarsýslu, Prestatal og prófasta eftir sr. Svein
Níelsson, Skagfirzk fræði IX (þátt af Jóni alþm. Samsonarsyni
eftir Jón alþm. Sigurðsson á Reynistað). Síðast, en ekki síztu
heimild, nefni ég frásögn föður míns eftir Stefáni Sigurðssyni í
Keflavík og Jóni Samsonarsyni alþm. í Keldudal, sjá að framan.
Það er því ekki rétt, sem sumir álíta, að Jón Kjærnested hafi
fyrstur opinberlega kennt sund á Isiandi. Hitt er aftur á móti
rétt, að Jón Kjærnested hefur fyrstur kennt opinberlega hér á
landi það sund, sem nú er almennt iðkað hér.
Endað á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 1969.
1 Bróðir Sigurðar yngra í Keflavfk var Sigurður eldri, auknefndur „flótti",
og er af honum þáttur eftir Gísla Konráðsson (Sagnaþættir, Rvík 1946).
Hann ólst upp á Steini hjá Hallgrími afa sínum, og var mælt, „að margt
næmi hann af fóstra sínum og afa..„Hann var syndur vel," ritar Gísli,
„og kalla mátti hann íþróttamann." (H. P.)
141