Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 101
JÓN SKAGAMANNASKÁLD
nefna Gunnar Helgason á Sauðárkróki, sem verið hefur óþreytandi að safna
efni frá Skagamönnum og öðrum, sem vísnafróðir eru, auk þess sem hann
hefur ritað upp það, sem fannst í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga. Heim-
ildarmenn okkar Gunnars eru þessir: Sigríður Sigtryggsdóttir frá Hóli á
Skaga, nú á Sauðárkróki, Stefán Jóhannesson, Sauðárkróki, Gunnar Jóhannes-
son, Sauðárkróki, Guðmundur Andrésson, Sauðárkróki, Rögnvaldur Steinsson,
Hrauni á Skaga, Guðrún Kristmundsdóttir, sama stað, Guðrún Þorleifsdóttir,
Hóli á Skaga, Kristín Þorsteinsdóttir, Selá, Baldvin Leifsson frá Asbúðum,
nú í Kópavogi, Ingibjörg Jónsdóttir, Akureyri, Þormóður Sveinsson, Akur-
eyri, sr. Jón Skagan, Reykjavík.
Notaðar voru syrpur Jóns Sveinssonar frá Þangskála á Héraðsskjalasafni
Skagfirðinga og nokkur önnur handrit, þar á meðal ehdr. Jóns Gottskálks-
sonar. A Landsbókasafni er eitt ehdr. Jóns. Kirkjubækur Hvamms- og Ketu-
sókna, Hofsþinga og Höskuldsstaðaprestakalls voru að sjálfsögðu einnig not-
aðar, svo og manntölin 1870 og 1880.
Stuðzt var við eftirtalin prentuð rit: Jarða- og búendatal í Skagafjarðar-
sýslu; Skagfirzkar æviskrár, I. b.; P. Zóph.: Ættir Skagfirðinga; G. Konr.:
Saga Skagstrendinga og Skagamanna; L. R. Kemp: Sagnir um slysfarir í
Skefilsstaðahreppi; Orn á Steðja: Sagnablöð hin nýju; Magnús Björnsson:
Feðraspor og fjörusprek; Gríma hin nýja, I. b.; Árbók Fornleifafél., 1968;
Páll E. Olason: íslenzkar æviskrár.
I framangreindum prentuðum heimildum ber talsvert á missögnum eða
villum, þar sem Jóns Gottskálkssonar er getið. Hefur slíkt verið leiðrétt eftir
því sem föng voru til. Þótti ástæðulaust að geta þess sérstaklega neðanmáls
í hvert sinn.
99