Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 129
KVÖLD VIÐ MIÐHLUTARÁ
Við brugðum við og fórum heim, því tæplega er sá gangnamaður,
sem ekki vill taka þátt í svona gleðskap. Ekki urðum við fyrir von-
brigðum, Jósef dró sig ekki í hlé sem forsöngvari, og það var kveðið
og sungið langt fram eftir kvöldi.
Að enduðum þessum gleðskap gáðum við að hestunum og færð-
um þá saman, og að endingu var lagzt til hvíldar. Býst ég við, að
allir hafi sofið vel. Snemma var farið á kreik, við tókum okkur bita,
sóttum hesta, lögðum á þá og héldum af stað.
Nú lá leiðin upp múlann milli giljanna, sem áður eru nefnd. Sú
leið er snarbrött, og allir gengu og teymdu. Þegar upp á brúnina
kemur, eru hálendishraun, og nú var hallast að Hraunþúfugilinu.
Þarna gafst tækifæri að sjá Hraunþúfuna betur. Þetta er dálítill gras-
höfði og örmjór klettarimi fram á höfðann og hengiflug til beggja
handa.
Við Eiríkur gengum fram á þúfuna, en ekki sýndist nein fjárvon
þar, og ekki færi ég þetta nú, þó að annar gengi á undan. Hannes
hafði yfir ljóðlínur eftir Símon Dalaskáld:
Að Hraunþúfu í Hraunþúfugilsbjörgum
mun heldur erfitt veita komast mörgum
að ná í sjóð úr silfri
og sýna fræknleiks hót.
En Hólafernishöfði
þar horfir beint á mót.
Tröllslegt gil
tignarlegt má kalla.
Tröilslegt gil tengt við hnjúkaskalla,
tröllslegt gil.1
Nú var haldið áfram upp með gilinu og svo með kvíslunum, sem
mætast ofan við gilið. Við stönzuðum til að láta hestana grípa niður,
en það var stutt, því lítill hagi er þarna fyrir hesta. Síðan var tekin
1 Ur „Vesturdalur", sem kom á prenti í „Sighvati", ljóðakveri Símonar, árið
1905. — 1 ritgerð um Hraunþúfuklausmr eftir Margeir Jónsson (Blanda, IV)
eru talin örnefni við Klaustur og þar ritað: Hólofernishöfði og vísað til
biblíunafnsins: Holofernes. (H. P.)
127