Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
km til næsta bæjar. Þarna er mjög lítið útsýni, snarbrattar hlíðar að
austan og vestan, en að sunnan sér í tvö hrikaleg klettagil. Eftir þeim
renna bergvatnsár, sem mætast rétt við kofann, sem þarna er handa
leitarmönnum, og heitir eftir það Hofsá.
Austara gilið, sem ég nefndi, heitir Runugil, en hið vestara Hraun-
þúfugil. Neðst í því eru tveir höfðar hvor á móti öðrum. Vildum
við unglingarnir vita deiii á örnefnum. Heitir höfðinn að norðan
Hólafernishöfði. Þar er standberg, 60—80 metra hátt, og munnmæli
herma, að smalinn á Klaustrum, sem hét Hólafernir, hafi flevgt sér
þar fram af, en hann var líka látinn bera strokkinn allan daginn á
bakinu, svo ekki dugði að sitja, strokkurinn þurfti stöðuga hreyf-
ingu, ef hann átti að vera skilinn að kvöldi.
Klettahöfðinn á móti heitir Hraunþúfa. Sagt er, að þar hafi verið
grafnir peningar til forna og þau álög hvíli á, að höfðinn springi
fram, þegar sér í kútinn.
Nú fóru allir að spretta af hestum sínum og ganga frá dótinu,
flytja hestana á haga og hefta þá. Hannes sýndi okkur allstóran
klettaskúta, sem heitir Bjartabaðstofa. Hann var áður fyrr náttstaður
leitarmanna, og hefur þar verið ærið kuldalegt.
Nú fórum við að athuga þau gömlu mannvirki, sem hægt var að
greina. Það sá fyrir allmiklum tóftum, og gamlir menn sögðu, að
nokkuð væri horfið í hrísið, sem breiðir sig þarna yfir. Var gaman
að athuga þetta, en auðvitað var það okkur óráðin gáta, og ekki leið
á löngu, að við værum truflaðir. Heima við kofann heyrðum við, að
Jósef kvað með glymjandi raust vísu, sem Hálfdan bóndi á Giljum
gerði, þegar kofinn var byggður:
Verkið traust og vel að fór,
vart með flaustur-órum.
Byggð er á Klaustrum stofa stór
stáls af hraustum þórum.
Ég efast um, að hin forna klausturhringing hafi verið áhrifa-
meiri, þegar hringt var til bænagerðar, heldur en þessi kveðskapur
var í þetta sinn. Gangnastjóri hafði fundið réttu aðferðina til að kalla
þegnana saman.
126