Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 63
JÓN SKAGAMANNASKÁLD
Gottskálk Eiríksson (f. 29. ágúst 1787, d. 24. janúar 1862) var
„söngmaður góður, greiðamaður í öllu, er hann mátti, en fátækur
og ómagamaður mikill", segir Gísli Konráðsson. Nokkuð mun hann
hafa verið óstilltur í skapi og hneigður til víns og kvenna. Var Val-
gerður þriðja barnsmóðir hans. Fyrsta barn sitt, Jónatan (f. um 1816,
d. 1819), átti hann með Jóhönnu Sæmundsdóttur, ekkju Jóns prests
Mikaelssonar í Vesturhópsliólum (Lilja, dóttir Gottskálks, giftist síð-
ar Pétri, syni séra Jóns og Jóhönnu þessarar). Gottskálk kvæntist
síðan Ragnhildi Jónsdóttur (f. um 1791, d. 1879), er áður hafði
verið ráðskona Vigfúsar prests Eiríkssonar Reykdals, þegar hann var
aðstoðarprestur í Glaumbæ og bjó á Halldórsstöðum á Langholti.
Þau Gottskálk og Ragnhildur eignuðust fjögur börn: Guðrúnu (f.
30. desember 1819, d. 20. október 1897), Jónatan (f. 16. janúar 1821,
d. 30. nóvember 1884), Jón (f. 23. október 1822) og Jóhann (f. 8.
október 1825, d. 11. febrúar 1880). Ekki dugðu Gottskálki ástir
Ragnhildar konu sinnar til lengdar, og tók hann nú einnig að geta
börn með griðkonu sinni, Valgerði. Urðu þau þrjú: Ragnhildur (f.
26. október 1829, d. 15. marz 1903), Lilja (f. 25. marz 1831, d. 23.
nóvember 1890) og Jón sá, er þátturinn fjallar um.
Eins og að líkum lætur, undu yfirvöldin því ekki alls kostar, að
Gottskálk byggi með tveimur konum. En málið var harla erfitt viður-
eignar. Ragnhildur var farin að heilsu og ekki fær um að annast
heimilið. Væri Valgerði vísað á burt, var ekki annað sýnna en leysa
yrði heimilið upp og sundra fjölskyldunni. Engum mun hafa þótt sá
kostur góður. Sjálfsagt hafa bæði Valgerður og Gottskálk óskað þess
að fá að halda áfram sambúð sinni. Og svo er að sjá, að Ragnhildur
hafi ekki spyrnt gegn því. Má vera, að skynsemi og ást til barnanna
hafi þar ráðið. En varla getur samkomulagið milli kvennanna hafa
verið slæmt, úr því að fyrsta barn Valgerðar var skírt Ragnhildur.
Trúlegt er, að Skagamannayfirvöld hafi hugað að þeirri miklu byrði,
sem á sveitina myndi falla, ef heimilið yrði leyst upp, því að svo
fór að lokum, að siðgæðishugsjónin varð að lúta í lægra haldi fyrir
hagsýninni. Undu víst flestir því vel, enda mun fáum hafa verið
kalt til Gottskálks eða hans fólks. Einnig er líklegt, að Skagamenn
hafi verið fremur umburðarlyndir í þessum efnum. Að minnsta kosti
61