Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 37
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
verið stórlyndur, en Páll þrár. Sést ekki annað en að Björn hafi
einn samið sætt með þeim. Tókst það svo, að báðir deiluaðilar
undirrituðu samning, sem fól í sér fulla sátt. Ég tel, að Björn hafi
mátt vera vel ánægður með þau málalok.
12. janúar 1815 kom til sáttafundar ágreiningsmál milli Björns
Illugasonar og landseta hans, Jóns Pálssonar á Fjalli (er því auðsætt,
að þá er Björn eigandi þeirrar jarðar). Sá Jón var faðir séra Páls,
síðast prests á Höskuldsstöðum. Björn taldi Jón ekki hafa fyllt skyld-
ur sínar að öllu sem ábúandi og krafði þess, að hann færi þegar á
næsta vori frá Fjalli. Jón Pálsson bolaðist á móti og vildi láta Björn
útvega sér jarðnæði, ef hann færi. Taldi Björn sig ekki geta orðið
við því, og var málinu vísað til yfirvalds að lögum. Björn hafði þó
biðlund og hlífðist við að koma landseta sínum burtu næstu ár.
Kom svo málið enn fyrir sáttafund 31. janúar 1818. Komst þá sátt
á með því, að Jón lofaði að fara frá Fjalli næsta ár. Efndi hann það.
Þótt Björn væri þá hættur sáttanefndarstörfum, verð ég að láta
fylgja hér með stuttorða frásögn af því, er Einar administrator á
Hraunum stefndi Birni Illugasyni fyrir sáttafund í Viðvík 20. júlí
1829. Kærði Einar það, að landseti Björns á Undhóli beitti ágangi
á Ósland og virti að engu landamerki milli jarðanna. Þótt sátt kæm-
ist á, lýsir það meir sáttgirni Einars en sanngirni Björns, hverjar
lyktir þar urðu. Einar seldi Birni Ósland í makaskipmm fyrir Hóla-
kot á Höfðaströnd (metið 20 hundruð), hálft Fjall í Kolbeinsdal
(metið 10 hundruð) og hálfa Kjarvalsstaði (metið sama verði).
Hér þykir mér ólíku saman að jafna, þótt matsverð Óslands væri
40 hundruð, o: jafnmikið og Björn lét koma á móti. Ómótmælan-
lega hefur Björn hagnazt á skiptunum.
Ekki verð ég var við, að Björn hafi síðar komið á sáttanefndar-
fundi.
Ég hef blaðað í þinga- og dómabókum Skagafjarðarsýslu á árun-
um 1810—1819. Þar má sjá, að Björn hefur nokkrum sinnum verið
í málaþrasi, oftast sækjandi eða verjandi fyrir aðra. Engin eru þar
stór mál. Að mínu áliti minna þau meir á hnoð en ryskingar. Aldrei
35