Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 132
SKAGFIRÐINGA BÓK
hófatakið fjarlægðist og dó svo út með öllu. Hundarnir steinþögn-
uðu og létu ekki frekar heyra til sín.
Við töldum víst, að hestarnir væru komnir á strok og fórum út
til að athuga um það. Skýjað var og brúnamyrkur. Við gengum
þarna í kring, en urðum ekki varir við neitt. Þá var farið niður í
hvamminn, og þar vóru hestarnir alveg rótlausir. Þá fór mér ekki
að standa á sama, og svo mun hafa verið um fleiri, að minnsta kosti
lét Eiríkur félagi minn það fyllilega í ljós. Ekki batnaði okkur, þegar
Jósef segir: „Kannski kerlingarauminginn hún Kristín sé dáin og
vilji finna mig." Ekki vissi ég um líðan annarra, en það sló út um
mig svita við þessa tilgátu, mig langaði ekki í félagsskap Kristínar
undir þeim kringumstæðum.
Nú fór hver í sitt pláss að nýju, en ekki var kveikt Ijós. Síðastur
fór Hannes inn í kofann og lagðist fram við dyr, rólegur að vanda,
og segir: „Það hefur áður orðið vart við ýmislegt hér, sem maður
hefur ekki skilið."
Það heyrði ég, að lengi vöktu karlarnir. Eitthvað sofnuðum við
Eiríkur undir morgun, og þótti okkur gott, þegar nóttin var liðin.
Það var farið að lýsa af degi, þegar risið var upp. Var búið um
dótið og teknir hestarnir. En þegar verið var að leggja á þá, komu
mótmennirnir að heiman og sögðu þær fréttir, að Kristín gamla
væri mikið hressari, enda lifði hún lengi eftir þetta. Kristín var því
ekki völd að neinu því, sem okkur varð til ónæðis þar í fjallakyrrð-
inni.
Ekkert bar við eftir þetta, sem er í frásögur færandi, og ennþá
er ég jafn ófróður um, hvað var á ferð þetta löngu liðna kvöld við
Miðhlutará.
130