Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 65
JÓN SKAGAMANNASKÁLD
um." Sjálfsagt hafa þau hjón, Árni og Valgerður, verið fátæk og um-
komulítil, því að árið 1817, þegar þeim fæðist fjórða barnið, eru þau
sögð flakkandi um Svínavatnshrepp. Þó mun nær sanni, að þau hafi
að einhverju leyti verið í skjóli hjónanna í Tungunesi, Ólafs Bjarna-
sonar og Katrínar Jónsdóttur, en hún var systir Árna. Að minnsta
kosti ólst Valgerður yngri upp hjá þeim hjónum frá 10 ára aldri, svo
og bróðir hennar, Jón, sem lézt árið 1823. Valgerður fermdist vorið
1822 og þá sögð meinhæg og nokkurn vegin kunnandi. Sama ár flutt-
ist hún með fósturforeldrum sínum að Mánavík á Skaga. Árið 1826
er hún komin að Mallandi, þar sem örlög hennar réðust.
Gottskálk Eiríksson bjó allan sinn búskap á öðru hvoru Malland-
anna, fyrst á Syðra-Mallandi 1820—1825, síðan á Ytra-Mallandi
1825—1841. Loks fluttist hann svo að Syðra-Mallandi aftur og lauk
þar búskap sínum árið 1861.
Mallöndin tvö töldust ein jörð til ársins 1785, að jörðinni var
skipt. Átti biskupsstóllinn á Hólum 2A hluta jarðarinnar, þ. e. Ytra-
Malland, unz stólsjarðirnar voru seldar árið 1802. Reynistaðarklaust-
ur átti þriðja hlutann, þ. e. Syðra-Malland, og var því Gottskálk lengst
af landseti klaustursins.
Árið 1861 voru báðar jarðirnar metnar á 19,9 hundruð og töldust
því sameiginlega meðal stærstu jarða á Skaga, Ytra-Malland með
þeim stærri, en Syðra-Malland nokkuð undir meðallagi. Það má því
ætla, að Gottskálk hafi haft töluvert bú á manndómsárum sínum,
en að efnahag hans hafi tekið að hraka allmjög upp úr 1840. enda
eru þá börnin öll fædd og margir munnar að fæða.
II.
JÓN Gottskálksson ólst upp hjá foreldrum sínum á Syðra-
Mallandi, eflaust við fremur þröngan kost, enda þótt fátt sé vitað
um uppvaxtarár hans. Ætla má, að hann hafi þótt skýr og bók-
hneigður, því að hjá presti sínum fékk hann svohljóðandi vitnis-
burð, þegar hann fermdist vorið 1852: „Kann prýðilega allan lær-
dóm og búinn með hann fyrir nokkrum árum. Skikkanlegur." Það
63