Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 20
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS ILLUGASONAR
eftir KOLBEIN KRISTINSSON
Upphafsorð
MÖRG harðindaár hafa þjáð íslenzku þjóðina, fært marga
menn til grafar og þó rúið fleiri heilsu og hamingju. Sumir þeir, sem
komust yfir harðindin, töpuðu kjarki og lögðu árar í bát. Aðrir
mögnuðust við þær raunir, töldu víst, að harðindabálkur og mann-
fellir væri sífellt á næsta leiti og reyndu að mæta því versta, búnir
til varnar. Ég man vel, hve amma mín (Guðrún Jónsdóttir á Skriðu-
landi) kunni vel utan bókar árferðislýsinguna frá þeim tíma, er
Móðuharðindin gengu yfir. Var hún þó ekki fædd fyrr en 1830. En
foreldrar hennar höfðu heyrt foreldra sína segja svo frá. Þá er ég las
löngu síðar dagbók Jóns prests á Núpufelli, þar sem hann gefur ná-
kvæmar veðurlýsingar frá þessum tíma og lýsir áhrifum harðindanna,
þótti mér sem lýsing ömmu minnar væri saga sr. Jóns endursögð.
Svo nærri fór um rétta og nákvæma lýsingu hennar. Ýmsir harð-
sæknir kjarkmenn, sem lifðu harðindin, réttust furðulega fljótt úr
kútnum. Má þar nefna sem dæmi þá bræður, Kristján ríka á Illuga-
stöðum í Fnjóskadal og Björn í Lundi. En báðir voru þeir „göngu-
menn" í Móðuharðindunum. Vafasamt er, að Skagfirðingar geti
nokkrum jafnað til þeirra nema Birni Illugasyni, sem ég ætla að
segja hér nokkuð frá. Vita má, hvernig sem hann hefur staðið að
Reynistaðarmálum, þá hefur sú raun, er hann þar mætti, orðið til
að herða skap hans og auka honum kaldlyndi, hrjúfleika og baráttu-
vilja. Var því líkast sem tvær illar fylgjur eltu hann mestalla ævi:
Móðuharðindin og Reynistaðarmál. Þótt saga hans sé of seint skrif-
18
J