Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 100

Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 100
SKAGFI RBING ABÓK nefna nú réttar áherzlur máls. Þá tíðkaðist ekki heldur, að menn í alþýðustétt lægju yfir ljóðum sínum til að snurfusa þau og klippa af þeim illhærurnar. Þau flugu út í veröldina eins og hver önnur náttúrubörn með ásköpuðum kostum eða göllum. Oft fæddust eins og tvær hendingar af skyndingu, en síðan var prjónað neðan við eða ofan og vildi stundum hatta fyrir. En af og til fæddist líka meitluð staka, heilsteypt og skínandi, snjöll hugsun færð í viðhafnarbúning skáldamáls eða á látlausu, stuðluðu alþýðumáli. Fáeinar slíkar perlur skína í sjóði Jóns Gottskálkssonar innan um verðminni gripi. Deila má um, hvort réttara hefði verið að halda hinum betri vísum einum til haga, en leyfa öðrum að sökkva í djúp gleymskunnar. Ég hygg það hefði verið rangt. Ef við höfum lengi farið yfir ber hraun og gráa eyðisanda, hrífumst við meir, þegar okkur ber loks óvænt í gróinn unaðsreit, en ef við reikum alla tíð í grösugum dölum. Töfrar íslenzkrar náttúru eru að minni hyggju ekki hvað sízt fólgnir í hin- um undarlegu skilum ljótleika og fegurðar, hrjósturs og gróðursæld- ar, þrengsla og víðsýnis. Getur ekki vcrið líkt farið um skáldskap- inn? Annað er og hollt að hugleiða: Bera ekki sumar vísur Jóns Gott- skálkssonar þess merki, að skáldskapur hans hefði getað orðið meira en lágvaxið kjarr, ef gróðurskilyrðin hefðu verið önnur? Það þurfti vissulega mikið andlegt atgervi til þess að vaxa hærra á þeim tímum. Mér er til efs, að margir þeirra, sem nú yrkja snoturlega, af smekk- vísi og nokkru listfengi, hefðu risið í öllu meiri hæð en Jón okkar, ef þeir hefðu átt að standa í sporum hans. Þess vegna ætti að mega halda til haga stökunum hans um sinn, þó að langt sé síðan þessi snauði Skagamaður var allur og þúfan hans í Ketugarði sé sjálfsagt jafnlág orðin hinum smávaxna gróðri norðurhjarans. Margir hafa lagzt á eitt að safna saman kveðskap Jóns Gottskálkssonar, en meiri hlutinn var einungis til í munnlegri geymd. Það sem nú hefur safnazt eru alls 96 bragir, kviðlingar og stökur, auk hinna prentuðu rímna. Eflaust mætti grafa upp fleira, ef betur væri leitað. Eg vil þakka öllum þeim, sem hafa ljáð mér lið og tekið þátt í þessari eftirleit af áhuga. Þar er fyrst að 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.