Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 25
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
Egilsson hafSi komið að sunnan skömmu á eftir Tómasi, þótti þeim
sýnt, að þar hefði hann að verki verið. Dróttuðu þau að Jóni og
förunautum hans að hafa tekið lík bræðranna úr tjaldinu, falið þau,
en stolið peningum og öðru fémætu, er þeir höfðu með sér haft.
Um þetta segir Saga frá Skagfirðingum (í handriti): „Lögðu þau
Halldór og Ragnheiður grun mikinn á Jón Egilsson og ætluðu, að
þeir Björn og Sigurður mundi til vita. Var það dregið til líkinda,
að nokkrir menn sögðu, að þeir hefði orðið varir við þá hluti hjá
Birni, er þeir bræður höfðu á sér haft, en það varð þó ekki sannað,
og ei þótt Ragnheiður sjálf gjörði sér ferðir að sjá þá hluti."
Um haustið 1781 hófust harðsótt málaferli út af líkahvarfinu.
Voru vitnaleiðslur miklar í þeim réttarhöldum. Var sökum beitt gegn
Jóni Egilssyni og förunautum hans. Einkum beindist almenningsálit-
ið gegn Jóni, því að hann naut lítilla vinsælda og þótti til margs
líklegur. Espólín segir um Jón Egilsson, að hann hafi verið „einrænn,
myrklyndur og fornlyndur".
Vigfús Scheving, sem þá var sýslumaður Skagfirðinga, stjórnaði
réttarhöldunum og spurði vitnin. Það vekur mér nokkra furðu, að
hvergi sé ég, að sýslumaður hafi spurt um, hvaða dag Tómas kom
að sunnan og fann fyrst tjaldið. Ekki sé ég heldur, að hann spyrji
Jón Egilsson um, hvaða dag hann hafi komið að sunnan og farið
norður yfir Kjalhraun. Ekki fæ ég heldur vitað, hve langur tími leið
frá því, er Tómas Jónsson lagði leið sína frá tjaldinu til Reynistaðar,
til þess er sendimenn þeirra Reynistaðarhjóna voru komnir á tjald-
stað með kisturnar að sækja líkin.
Ég mun að litlu leyti rekja sögu þessara réttarhalda að öðru en
því, er greinir frá framburði Tómasar á Flugumýri og förunauta
hans. Ekki get ég heldur leitt hjá mér að geta um viðbrögð þeirra
Jóns Egilssonar og félaga hans. Skal fyrst geta um framburð Tóm-
asar.
Tómas kvaðst hafa fundið tjaldið og líkin í Kjalhrauni sunnan
undir einni stórri borg fyrir vestan veginn. Telur hann, að líkin hafi
verið þrjú, Bjarna lík verið þar með vissu, en um Einar vissi hann
ekki annað en það, að lítil hönd stóð upp við lík Bjarna, sem hann
hélt, að hefði verið hönd Einars. Lík Bjarna taldi hann hafa verið
23