Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 146
SKAGFIRÐING ABÓK
Þau Sigurlaug og Þorsteinn giftust ekki, en þegar drengur-
inn var tveggja ára, fór Þorsteinn með hann vestur um haf.
Var Sigurður bróðir hans kominn þangað á undan.
5. Þorvaldur, er hér verður nokkuð frá sagt.
Þorvaldur var fæddur á Daðastöðum, sennilega 1852, því
þegar hann andaðist 1932, var hann talinn áttræður.1
Þau hjón, Ólafur og Signý á Daðastöðum, hafa, eins og áður er að
vikið, sjálfsagt verið bláfátæk. Af þeim hef ég eina smásögu, er ég
heyrði móður mína segja:
Kringum 1850 var móðir mín vinnukona á Fagranesi hjá séra
Benedikt Björnssyni, sem þá var þar prestur, og konu hans Ingi-
björgu. Minntist hún á, að þessi hjón hefðu vakið eftirtekt sína
frekar öðru sóknarfólki. Þau voru bæði lág vexti og mjög svipuð
útlits. Báru þau það með sér, að þau voru áhuga- og kappsmanneskj-
ur öðrum fremur. Flesta messudaga komu þau til kirkju, auðvitað
gangandi. Komu þau ætíð á sama stað undir kirkjugarðsvegg, fóru
þar úr gönguplöggum sínum og svo rakleitt í kirkjuna, settust ávallt
á sama stað á annan bekk innan kirkjudyra. Svo að endaðri messu-
gjörð, þegar prestur gekk út, stóðu þau upp og tóku í hönd hans,
fóru svo til plagga sinna og héldu tafarlaust heimleiðis.
Einuhverju sinni kvaðst móðir mín hafa spurt prestskonuna að
því, hvort ekki ætti að ná í þau og bjóða þeim inn eins og öðru
sóknarfólki. Prestskonan svaraði því til, að hún væri margoft búin
að reyna það, en þau fengjust aldrei til að koma inn eða þiggja neitt,
segðu alltaf, að þau mættu ekki vera að því, börnunum færi að leið-
ast heima. — Hún kallaði þau litlu hjónin og sagði, að þau væru
ákaflega vinnusöm og nýtin og kæmust sæmilega af. Fleiri sagnir
hef ég ekki heyrt af þeim.
Búendatal Jóns á Reynistað hermir, að þau hafi brugðið búi 1864
og flutt að Reykjum, þá annaðhvort í húsmennsku eða sem vinnu-
hjú, og fór Þorvaldur með þeim þangað. Sjálfsagt hefur hann verið
yngstur barnanna, hin þá verið komin í dvöl annars staðar.
1 Þorvaldur var fæddur 1848, sbr. Skagf. æviskrár I. b., þátt af honum þar.
— Olafur faðir hans var bróðir Sigurðar trölla á Fannlaugarstöðum.
144