Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 135
ÞÁTTUR AF HALLGRÍMI Á STF.INI
Halldórs, jafngamall Hallgrími, var Páll, síðar lögréttumaður, á Esju-
bergi, Árvelli og Mógilsá á Kjalarnesi. Hafi Páll verið skilgetinn og
albróðir Hallgríms, þá hafa þeir verið tvíburar, og þykir mér það
sennilegt. Þó Halldór væri kvenhollur í meira lagi, er ólíklegt, að
hann svo gamall (76 ára) hefði þá tekið fram hjá ungri konu sinni.
Það var þessi Páll, sem Reynistaðarhjón fengu norður til að reyna
að komast að því með forneskju, hvað orðið hefði af líkum Reyni-
staðarbræðra, sem úti urðu á Kili haustið 1780. Páll var þá gamall.
Hann dó á Reynistað og er þar grafinn. — Margt merkisfólk er
komið af Páli, þar á meðal Sigvaldi Kaldalóns, læknir og tónskáld,
Eggert söngvari, bróðir hans, Sigurður Stefánsson vígslubiskup o. fl.
Um aldamótin 1700 voru mikil ísaár og harðindaár. Á þeim árum
varð Halldór alveg félaus og átti ekkert framundan annað en verð-
gang fyrir sig og konu sína og börn í ómegð. En Árni Magnússon
prófessor hafði á ferðum sínum kynnzt Halldóri og fræðimennsku
hans. Hlutaðist Árni til við Björn biskup Þorleifsson á Hólum, sem
var höfðinglyndur maður, að biskup tæki þau hjón til framfæris
heim á stólinn í Guðs nafni. Ekki mun Þrúður biskupsfrú hafa latt
þessa, því hún var afbragðs kona og hlutaðist til um, að Jón, elzti
sonur þeirra, var síðar tekinn í Hólaskóla. Yngri bræðrunum var
komið fyrir á góðum heimilum. — Halldór og kona hans fluttust
til Hóla árið 1702, og þar andaðist Halldór haustið 1711, þá 88 ára.
Frá Hallgrími Halldórssyni
Hallgrímur er fæddur 1699, líklega í Vík í Sæmundarhlíð. Páll
Eggert Ólason telur Hallgrím vera launson Halldórs Þorbergssonar,
en Einar Bjarnason (Lögréttumannatal) telur réttara, að hann sé skil-
getinn í seinna hjónabandi Halldórs.
Árið 1703 er Hallgrímur á Hálsi í Svarfaðardal, þá fjögurra ára
gamall. Hann er þar skráður í manntalið sem fóstursonur hjónanna
Sigurðar Þorleifssonar og Helgu Símonardóttur. Sigurður var þá 27
ára, en Helga 50 ára, og áttu þau því ekki börn. Líklegt er, að Björn
biskup hafi komið Hallgrími fyrir sem fósturbarni þessara barnlausu
hjóna. Þá er Páll bróðir Hallgríms, jafngamall, í Melrakkadal í
133