Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 156
SKAGFIRÐING ABÓK
Halda þeir ferð sinni áfram, koma að Tjörn, og lætur bóndi hesta
þeirra í hús. Því næst var barnið skírt, og var Þorvaldur skírnar-
vottur. — Segir þá bóndi presti frá því, að hann hafi hitt ferju-
manninn um daginn og hafi hann lofað sér því að bíða prests, þó
áliðið yrði. Líkar nú öllum vel.
Að liðnum tíma halda þeir aftur af stað og ríða léttan austur að
Ósnum og beið ferjumaður þar. Kvaddi nú Þorvaldur prest, sem
þakkaði honum góða fylgd.
Ríður svo Þorvaldur vestur á sandinn og fer með sjónum, því
fjara var sjóar. Birt hafði í lofti og óð tungl í skýjum. Heldur hann
nú vestur með sjónum. Þegar hann kemur vestur fyrir svonefndan
Fornós, sér hann eitthvað kvikt í fjörunni. Fljótlega sér hann, að
þarna er hópur manna í fjörunni eitthvað að snúast, jafnframt sér
hann einhverja stóra skepnu í brimgarðinum. Þorvaldur hleypur nú
af baki og kastar kveðju á mennina og spyr, hvað hér sé um að
vera. Þeir segja honum, að tveir andarnefjuhvalir séu þar á landbrot-
inu og séu þeir að reyna að koma í þá ífærum og köðlum, en það
hafi ekki tekizt enn. Séu menn hræddir um að missa þá, því nú sé
komið aðfall.
Þorvaldur horfir á um stund og sér, að mennirnir þora aldrei svo
nærri hvölunum, að til þeirra náist, enda var brim allmikið. Hugs-
ar hann nú um, hvort hann eigi nokkuð að skipta sér af þessum
leik, sem honum komi raunar ekkert við. En þar sem hann hafði
vanizt því að láta aldrei happ úr hendi sleppa, þá gekk hann til
hálfvaxins pilts, sem þarna var, og biður hann að halda í hestinn um
stund. Gengur hann svo aftur til mannanna og sér, að enn hafa þeir
ekki fest í hvölunum. Spyr hann nokkuð hvatlega, hvort þeir þori
ekki að festa í skepnunum. Segja þeir, að ekki sé vogandi að ganga
fast að þeim, þeir geti slegið með sporðinum. Þorvaldur segir, að
varla þurfi að óttast það, því nú muni vera kominn sandur í blásturs-
holuna og þá sprikli þeir ekki mikið úr því.
Þrífur nú Þorvaldur ífæru af einum manninum og hákarlaskálm
af öðrum, veður síðan hiklaust að þeim hvalnum, sem nær var. Bar
hann skálmina í hægri hendi og stingur henni svo fljótt sem augað
eygir undir brjóstuggann (bægslið), og gekk hún á hol. í þeim svif-
154