Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
Vorið 1821 flutti Björn bú sitt að Brimnesi, er hann keypti um
þær mundir, og með honum Pálmi stjúpsonur hans. Þar kvæntist
Pálmi 1826 og reisti þar bú 1827. Kona hans var mikilhæf og merk.
Hét hún Margrét, frá Tungu í Stíflu, Guðmundsdóttir Símonarsonar
í Málmey. Móðir Margrétar og kona Guðmundar var Guðrún Eiríks-
dóttir Guðvarðssonar í Tungu. Stóðu að Margrétu merkar kjarna-
ættir. Börn þeirra Pálma og Margrétar, sem upp komust, voru þessi:
Símon bóndi í Brimnesi, kvæntur Sigurlaugu Þorkelsdóttur frá Svaða-
stöðum, Björn í Ásgeirsbrekku, kvæntur Sigríði Eldjárnsdóttur, Guð-
rún, kona Bessa Steinssonar hreppstjóra í Kýrholti, Helga, kona
Aðalsteins Steinssonar á Litlahóli, og Gunnlaugur, sem kvæntist ekki.
Sonarsonur hans var Þorsteinn Símonarson bæjarfógeti í Ólafsfirði.
Komu niðjar frá þeim systkinum öllum nema Helgu, sem var barn-
laus. Bjuggu þau Pálmi og Margrét ágætu búi í Brimnesi um langt
árabil.
Samkvæmt Jarða- og búendatali í Skagafjarðarsýslu 1781—1949
er talið, að Björn hafi sleppt ábúð í Brimnesi sama vorið og Pálmi
reisti þar bú, en verið þar í húsmennsku til 1829 og tekið þar afmr
við ábúð það vor og búið þar næsta ár á hluta jarðarinnar.
Meðan Björn bjó einn í Brimnesi hafði hann þar allstórt bú.
Tíund hans verður þar hæst 1826, þá 20 hundruð, en lækkar svo,
er Pálmi hóf þar búskap.
Frá Brimnesárum Björns eru fáar heimildir. Þó verður að nefna
greinarkorn (prentað í Grímu, Akureyri 1936), skrifað af Erlendi
Árnasyni, sonarsyni Jóns Péturssonar fjórðungslæknis. Má með varúð
taka mark á þessari grein Erlends, sem hann skrifar háaldraður.
Minnist hann Björns ekki af hlýhug eða góðvild. Getur Erlendur
þess, að eitt sinn um vetur hafi ráðskona Björns lagzt á sæng og
tekið jóðsótt. Fullyrðir hann, að Björn hafi verið faðir barnsins.
Segir hann, að Björn hafi óðara skipað sér að fara út að Brúarlandi
og sækja þangað séra Pál Erlendsson, er taka skyldi móti barninu. Bað
Erlendur um hest til farar, sem þó hafi verið á skaflajárnum, en
Björn neitað með öllu, því að leiðin væri ekki lengri en svo, að
Erlendi væri auðvelt að ganga að heiman og heim. Hvað sem hæft
er í þessu, er það víst, eftir kirkjubók Viðvíkursóknar, að 20. marz
40