Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
hafi verið á Sviðningi hjá föður sínum, er þar bjó þá með seinni
konu sinni, Guðrún talin 15 ára, en Ólafur 9 ára.
Veizla mun hafa verið hin veglegasta, er þau Björn og Guðrún
voru vígð í hjónaband, og var boðið til þess fagnaðar ýmsu stór-
menni. Svaramenn þeirra voru ekki valdir af verra tæi, þeir séra Jón
Konráðsson á Mælifelli og séra Jón Jónsson á Miklabæ.
Samkvæmt kirkjubók Hólasóknar lagðist Vilborg Onundardóttir,
ráðskona í Efra-Ási, á barnssæng og fæddi Birni Illugasyni son næsta
dag fyrir brúðkaupið, hinn 23. október. Var það sveinn og skírður
Gunnlaugur, að sjálfsögðu eftir Gunnlaugi í Neðra-Ási, sem þá var
nýlega dáinn. Gunnlaugur yngri var vangefinn, alinn upp að mestu
hjá Helgu bróðurdóttur sinni á Hraunum. Verður Helgu húsfreyju
getið síðar í niðjatali Björns. Hygg ég, að Gunnlaugur hafi dáið
ungur. Finn ég hann ekki í manntali 1860. Vilborg Onundardóttir
giftist skömmu eftir að Gunnlaugur fæddist, hinn 24. maí 1837,
Halldóri Jónssyni frá Skörðugili, sem þá var talinn vinnumaður í
Efra-Ási. Bendir það til góðra sátta með þeim Birni og Vilborgu,
að hann er þá svaramaður hennar. Dóttir þeirra Halldórs og Vil-
borgar var Anna, móðir Björns Gunnlaugssonar, bónda og trésmiðs,
föður Gunnlaugs kennara og bónda í Brimnesi, þess er ég valdi mér
að heimildarmanni og áður er um getið.
Björn Illugason mun hafa flutzt þegar eftir brúðkaupið að Hof-
stöðum til konu sinnar, og voru þau þar talin í húsmennsku tipp
þaðan, þar til yfir lauk. Heldur mun fátt hafa verið með þeim í
sambúðinni, þótt héldist. Guðrún var vel gerð kona, en þó ólík
Helgu, fyrri konu Björns. Hann þóttist hafa af Guðrúnu konuríki
nokkuð svo. Eitt sinn eftir orðasennu þeirra kastaði hann til hennar
buxum sínum og hatti. Lét hann þá fylgja, að bezt færi á því, að
hún væri bæði bóndinn og húsfreyjan. Stundum hótaði hann henni
því að fara burtu og láta hana eina, kvað sér aðra vist heimila, er
sér mundi falla betur, hjá Helgu sonardóttur sinni á Hraunum. Guð-
rún var engin málrófskona, stillt og fór sínu fram með hæglátu ráð-
ríki.
Á Hofstöðum höfðu þau hjón fátt búfjár annað en sauði, enda
leigðu þau jörðina. Fyrsti landseti þeirra var Gunnlaugur, sonuí
44