Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 186
SKAGFIRBINGABÓK
að dúsa í rúminu í tvo daga, svo að þetta borgaði sig ekki. -—- Ég
hef verið 5—6 ára, er þetta bar við.
Ég varð snemma vinnuhneigð. Ef krakkarnir voru beðnir að gera
eitthvað, var ég hlaupin af stað. Fyrir bragðið var mér hælt, en það
varð afmr til þess, að systkini mín urðu mér kaldari og sögðu, að
fólkið væri betra við mig en þau og að ég væri ráðrík.
Sysmr mínar kunnu allar að prjóna, og var ég oft að biðja þær
að kenna mér það, en viðkvæði þeirra var alltaf: „Þú getur það ekki,
það er ekki til neins!"
Ég var samt oft með prjóna. Eitt kvöld um haust í glampandi
sólskini sat ég uppi í glugga í frambaðstofunni og var með prjóna
og band. Ég var búin að læra að fitja upp. Allt í einu komst ég
upp á að prjóna lykkju, en ég fór öfugt í hana. Þetta gátu stúlk-
urnar leiðbeint mér með. Ég varð himinglöð að þessu afreki unnu,
hljóp fram í búr til mömmu og systra minna og sagði tíðindi!
Daginn eftir sat ég við prjóna, lét þá rúmstöðulinn halda í bandið
fyrir mig með því að vefja því utan um hann. Seinna komst ég upp
á að hafa hnykilinn milli hnjánna eða láta hann vera á gólfinu og
láta bandið vera milli hnjánna. Þá gat ég setið þar, sem ég vildi.
Mér gekk þetta vel og æfði mig af kappi. Ég hef síðan kennt mörg-
um börnum að prjóna. Ég minnist þess, að drengur, sem ég kenndi,
var um haust á Miklabæ í Blönduhlíð. Eitt kvöldið, þegar útiverk-
um var lokið, tók hann tösku sína og fór að prjóna. Guðrún Björns-
dóttir, kona séra Lárusar, spurði hann, hver hefði kennt honum.
Hann sagði sem var og bætti við, að Guðrún Sveinsdóttir kenndi
öllum skólabörnum þessa iðju. — Séra Björn, faðir Guðrúnar, var
blindur í mörg ár, og þótti honum miður að kunna ekki að prjóna
sér til afþreyingar.
Ég lærði að raka á barnsaldri. Fylgdist ég út með móður minni,
en hún fór oft út, er þurrkur var. Ég hélt hrífunni milli handleggs-
ins og síðunnar og vildi þá sárna á síðunni. Er ég eltist, komst ég
upp á að búa handlegginn vel, binda sterkt band um hann og láta
hrífuskaftið leika þar undir. Þannig rakaði ég upp á sömu höndina,
gekk aftur á bak á spildunni eða gekk fyrir, þá var ég fljótari.
Þegar ég sneri flekk, gekk ég aftur á bak aðra leiðina og var eins
184