Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 59
VILLA Á GEITHÚSMELUM
vegna væri villugjarnt á Geithúsmelum, en löngu síðar heyrði ég
munnmælasögu þar að lútandi. Hún var á þá leið, að endur fyrir
löngu hefði unglingspilti verið úthýst á Breið og hefði hann þá
ætlað að Goðdölum, en orðið úti á leiðinni og fundizt dauður undir
steini á Geithúsmelum. Síðan ég heyrði þessa sögu, hefur mér leikið
hugur á að finna stein þennan, og nú er svo komið, að ég þykist
hafa fundið hann, þó engin vissa sé þar um.
Geithúsmelar ná yfir takmarkað svæði. Við norðurjaðar þeirra eru
Geithús í flóajaðri á dálitlum hól. Að austan er mýrarsund fremur
mjótt, og að því eru dálitlar brekkur beggja vegna. Syðst í þessu
mýrarsundi er tjörn, sem heitir Kálfatjörn. Vestan við melana liggur
vegurinn meðfram hálsinum.
Geithúsmelar eru þó nokkuð margir og hver öðrum líkir. Þeir
eru alsettir stórum steinum, og á milli þeirra eru drög með móa-
landi. Á miðjum melunum er stærsti steinninn, og er hann um 60
metra fyrir austan veginn, þar sem hann liggur nú. Hann er 2 metrar
á hæð og um 2 metra í þvermál við jörð. Hæstur er steinninn að
vestan, og hallar austur af honum, og er það eins og ris á baðstofu.
Einkenni á þessum steini er það, að úr honum hefur klofnað að
vestan stór hella, sem liggur flöt þar hjá.
Maður er nefndur Eyþór Gíslason, nú búsettur í Kópavogi. Hann
var í Breiðargerði frá 1934 til 1947. Fyrst var hann þar unglings-
piltur hjá foreldrum sínum, en bjó síðustu árin. Eyþór þekkir hinn
umrædda stein, og svo hefur hann sagt mér frá, að tvisvar eða oftar
hafi það komið fyrir, að hann fór ríðandi þar hjá og þá hafi hestur-
inn hlaupið útundan sér svo snöggt, að hann datt af baki. Og Eyþór
bætti við með nokkurri áherzlu: „Og í seinna eða síðasta skiptið,
sem þetta kom fyrir, var ég orðinn vel fullorðinn og tolldi á hesti
eins og hver annar." Eftir því sem ég þekki Eyþór bezt, er hann
skrumlaus maður og sannsögull.
Nú er rétt að fletta blöðum sögunnar og opna Alþingisbækur ís-
lands, 8. bindi. Þar segir svo á blaðsíðu 40:
Anno 1684: „Lét valdsmaðurinn Þorsteinn Þorleifsson upp
lesa þann dóm, sem hann hafði ganga látið á Lýtingsstöðum í
57