Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 140
SKAGFIRÐINGABÓK
Tón Samsonarson kenndi bæði Jónasi syni sínum í Keldudal og
Jónasi í Hróarsdal, föður mínum, þetta sund. Lærðu þeir sundið í
Hólmavatni, en það vatn er austur frá Hróarsdal og norður frá
Keldudal. Eiga báðar jarðirnar land að því. Sagði Jón þeim nöfnum,
að þetta sund væri það sund, sem Hallgrímur á Steini hefði kennt.
Ekki nefndi Jón við þá, hver hefði kennt sér sundið.
Það er fullvíst, að þessi sundkennsla Hallgríms hefur bjargað
mörgum Skagfirðingum, sem annars hefðu drukknað þar í vatnsföll-
um eða í sjó og stöðuvötnum. Til dæmis sagði faðir minn mér, að
tvívegis hefði hann bjargað sér á þessu sundi úr Héraðsvötnum, er
hann hefði sundriðið þau, en hesturinn gefizt upp á sundinu. Eitt
sinn var hann á heimleið frá Sauðárkróki á skautum. Datt hann þá
niður um ís á Áshildarholtsvatni, en bjargaði sér upp á skörina með
fótatökunum og komst heim heilu og höldnu.
Einu sinni sá ég föður minn synda þetta sund. Þá var ég nær tíu
ára gamall, en hann tæpra sextíu og átta ára. Svo var mál vaxið, að
í áðurnefndu Hólmavatni var nokkur silungsveiði og voru oft lögð
net í það á vorin, þegar flóð var í Héraðsvötnum og ekki hægt að
veiða þar. Grýttur botn er í vatninu nálægt bökkum þess. Oft fékk
ég að fara með honum að vitja um netin, þegar gott var veður. Svo
var einnig í þetta skipti. Faðir minn ætlaði nú að draga upp netið,
en þá var það fast. Steinn, sem bundinn var neðst í fremri enda
netsins, hafði lent á milli steina í botninum og skorðazt þar. Við
sáum þrjá silunga í netinu. Faðir minn vildi ekki rífa netið og missa
silungana, en of djúpt var til að vaða fram. Hann brá sér þá úr
fötum og óð fyrst frá landi, en lagðist svo til sunds fram að enda
netsins. Þar kafaði hann niður og losaði steininn. Áður hafði hann
sagt mér að vera fljótur að draga netið upp, ef það losnaði. Það
gerði ég, en hann synti í land.
Handatök þessa sunds líktust helzt því, sem er í skriðsundi, en
fótatökin hins vegar fótatökum nútíma bringusunds.
Á meðan faðir minn var að klæða sig, sagði hann mér frá sund-
kennslu Hallgríms á Steini og köfunarkennslu hans, eins og hann
hafði heyrt Stefán í Keflavík segja frá því á Ríp, þegar faðir minn
var þar hjá séra Jóni Reykjalín árið 1855 að læra kverið undir
138