Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 165
MINNZT NOKKURRA REYKSTRENDINGA
honum vel, enda var hann duglegur og kappsamur, einkum til sjó-
verka, hagsýnn og hagvirkur fjármálamaður.
Um þetta leyti tók hann foreldra sína til sín. Voru þau orðin elli-
lúð, en rólfær. — Ásgrímur var smiður á tré.1 Lagfærði hann því
allt það, er þurfti á búi sonar síns. Gamla konan var líka mjög þörf,
til tóvinnu og annarra innistarfa, því hún var velvirk og þrifin.
Þau hjón Margrét og Friðvin eignuðust fjögur börn. Elzt var Aðal-
björg. Hún giftist ekki, er enn á lífi á Akureyri. Næst var Tryggvina.
Hún giftist Jóhanni Jóhannessyni. Bjuggu þau fyrst á Reykjum móti
eldri hjónunum, síðar í Hólakoti, og þar dó Jóhann 1925. Þau áttu
fjögur börn. Tryggvina mun enn vera á lífi hjá dóttur sinni suður
í Hveragerði. Þriðja barn Friðvins hét Páll. Hann fór til Ameríku
og féll í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjórða barnið hét Sigríður. Hún dó
ógift 1931.
Ekki gat Friðvin talizt neinn framfaramaður í búnaði. Að jarða-
bótum gjörði hann lítið, þó kom hann upp nokkrum gaddavírsgirð-
ingum á seinni búskaparárum sínum. Túnasléttun vildi hann ekki
heyra nefnda.
Eins og kunnugt er og getið er um í þessum þáttum, er veðra-
samt mjög á Reykjaströnd, einkum í vestan og suðvestan átt. Vildi
það því alloft til, að talsverðir heyskaðar urðu þar á sumrum. Það
sagði Friðvin að væri að bjóða heysköðum heim að vera að slétta
túnin, því af slétta túninu færi hvert strá í sjóinn, sem laust væri,
en þúfurnar og lautirnar milli þeirra héldu þó alltaf einhverju, sem
raka mætti síðar. Ég var þarna á ströndinni að basla við búskap á
þessum árum eftir aldamótin og vann það, sem ég gat að túnaslétt-
un. Einhverju sinni sagði Friðvin við mig, að ekkert skyldi hann í
mér að vera að rífa sundur þúfurnar, sem bara væri til bölvunar,
bæði yrði flatarmál grasrótarinnar minna, oft jafnminni spretta, og
svo færi allt af sléttunum út í veður og vind, þegar rokið kæmi. Ég
sagði honum á móti, að á hitt mætti líta, að hann yrði búinn að
hirða slétta túnið og koma heyinu vel verkuðu í hlöðu, áður en rokið
1 Ásgrímur var Pálsson og bjó áður á Brattavöllum á Árskógsströnd, var
þaðan ættaður; d. 1911, sbr. Skagf. æviskrár I. b., þátt Friðvins á Reykjum.
163