Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐIN G ABÓK
og sjást enn merki verka hans í Hólakoti.
Faðir minn dó 1905, orðinn heilsulaus, en móðir mín 1912, sjö-
tug.1
Af Benedikt Sölvasyni o. fl. Sölvi er maður nefndur. Hann var
Guðmundsson. Sölvi býr í Skarði um 1840 og er þá hreppstjóri í
Sauðárhreppi, flyzt þaðan að Sauðá og síðan að Sjávarborg. Kona
Sölva hét María og var Þorsteinsdóttir frá Steinsstöðum í Tungusveit,
Pálssonar þar. Var Þorsteinn bróðir Sveins læknis Pálssonar.
Sölvi hefur víst verið gáfumaður og bókamaður meiri en almennt
gerðist á þeim tíma, enda talinn víðlesinn, en mun alltaf hafa verið
fátækur.
Þau Sölvi og María áttu fimm syni, er ég heyrði nefnda: Svein,
Guðmund, Bjarna, Stefán og Benedikt.
Guðmundur bjó á ýmsum stöðum í Sæmundarhlíð og víðar, en
síðast að Fagranesi á Reykjaströnd, og þar andaðist hann 1876. Hann
var faðir Sölva bónda í Kálfárdal og á Skíðastöðum. Benedikt bróðir
Guðmundar tók þá Fagranes til ábúðar. Kona Benedikts hét Mál-
fríður Jónsdóttir frá Dæli í Sæmundarhlíð, systir Árna hreppstjóra
á Marbæli.
Þau hjón Benedikt og Málfríður tóku Sölva son Guðmundar, þá
10 ára, til fósturs, og var hann hjá þeim til þroskaaldurs. Þau bjuggu
á Fagranesi til 1884, fluttust þá að Ingveldarstöðum syðri og bjuggu
þar, til þess er Benedikt andaðist 1913.
Benedikt var prýðilega greindur og vel að sér, eftir því sem þá
gjörðist, gætinn, athugull og að öllu hinn mætasti maður. Hann var
kosinn hreppsnefndaroddviti 1880 og var það lengst af til dauðadags.
Benedikt hafði aðeins lítið landbú, sem jörðin bar, 2—3 kýr, 60—
80 kindur og nokkur hross. Sjóargagn stundaði hann ekki í stórum
stíl, en átti smábát, sem hann reri til fiskjar, þegar góð tíð og afli
var. Oftast hafði hann vinnumann og vinnukonu. Búskapurinn var
snotur og góð afkoma, en eignir ekki aðrar en skepnurnar, að svo
mætti heita.
1 Höf. segir ennfremur nokkuð frá foreldrum sínum í Skagfirðingabók I,
í þættinum um Gönguskörð.
174