Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐIN GABÓK
eftir Pétur Zóphoníasson (Rvík 1906). Árið 1916 gaf sami höfundur
út Skák. Lög og reglur, og árið 1925 hóf göngu sína á Akureyri ís-
lenzkt skákblað, gefið út af Skáksambandi íslands, en Taflfélag Skaga-
fjarðar var innan vébanda þess. Vart leikur efi á því, að öll þessi rit
hafi Sveinn þekkt, hvað sem öðru leið. Og bæta má því við, að einn
félagi Sveins, er var um tíma heimagangur hjá honum og tefldi mikið
við hann og þá feðga báða (það var síðar en hér er komið), man
eftir „stórri og mikilli skákbók", sem til var á heimilinu og oft var
tekin fram og atriði þar grandskoðuð.
Hinn 13. apríl, næstan eftir fyrrnefnt innanfélagsmót, var fundur
haldinn í taflfélaginu. Fyrirspurn hafði borizt frá Skáksambandi ís-
lands þess efnis, hvort félagið hygðist ekki senda fulitrúa sinn á
Skákþing íslendinga og aðalfund skáksambandsins, er halda átti á
Akureyri þá síðar í mánuðinum. Samþykkt var „með öllum greiddum
atkvæðum", að Sveinn Þorvaldsson færi þessa för.
Skákþingið á Akureyri var hið 14. í röðinni af Skákþingum ís-
lendinga og fjölsóttara öllum hinum fyrri, keppendur 33 frá 8
félögum. Það var háð í stóra sal Samkomuhússins dagana 22. apríl
til 4. maí og var hið fyrsta utan Reykjavíkur og sömuleiðis hið fyrsta,
sem Skáksamband íslands hafði af veg og vanda. Taflfélag Reykja-
víkur átti hugmyndina að Skákþingum íslendinga og setti reglur, sem
bundu þau við Reykjavík eina, enda var þá félagsbundinni skákiðkun
vart til að dreifa annars staðar á landinu. Síðar glæddist skákáhugi
smám saman utan höfuðstaðarins, og félög risu þar upp, er stofnuðu
með sér Skáksamband íslands. Taflfélag Reykjavíkur gekk í skák-
sambandið og afsalaði sér í hendur þess allri umsjón með Skákþingi
íslendinga. Þannig var málum komið, þegar Sveinn Þorvaldsson tefldi
í fyrsta sinn á stórmóti.
Á Skákþingi íslendinga 1927 var keppt í þremur flokkum. Sveinn
tefldi í I. flokki ásamt tíu mönnum öðrum, og þar urðu úrslit þau,
að efstur og jafnframt skákmeistari íslands varð Eggert Gilfer með
9 vinninga. Sveinn var í 5. sæti með 5]/o vinning; fyrir ofan hann
einungis þrautvanir skákmenn, þar á meðal skákmeistari íslands frá
því árinu áður (með 61/2 vinning). Mesta athygli vakti það á Sveini,
að hann gerði jafntefli við Gilfer (sem vann 8 skákir, en gerði 2
12