Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 43
ÞÁTTUR MÁLA-BJÖRNS
1830 fæðir Vilborg Önundardóttir, sem þá var og hafði verið næstu
ár á undan vinnukona Björns og Helgu konu hans, sveinbarn, sem
hlaut nafnið Baldvin. Kirkjubókin greinir svo frá þessari fæðingu:
„Vilborg Önundardóttir vinnukona í Brimnesi lýsir föður Jón Jóns-
son vinnumann í Kýrholti." Rétt er það, samkvæmt húsvitjunarbók,
að Erlendur er vinnumaður í Brimnesi þennan vetur, en fer þaðan
næsta vor. Og mér þykir einkennilega að orði komizt í ministeríal-
bókinni: „lýsir föður Jón Jónsson", sem var á næsta bæ. Hví greinir
ekki kirkjubókin vafningalaust frá því, hver hafi verið faðir barns-
ins, hafi hann fúslega gengizt við faðerni þess?
Glöggt má skilja, eftir ummælum Erlends, að Björn hefur verið
fyrirferðarmikill á heimili, ráðríkur og vinnuharður. Um vinnuhörku
Björns er getið nokkrum orðum, sem ekki valda misskilningi, þótt
hófs sé gætt, í minningargrein, sem birt er nafnlaus í Norðra á
Akureyri 1856, að Birni látnum. Þess getur Erlendur enn, að Pálmi
í Brimnesi hafi annazt að öllu leyti vetrarhirðingu úti og inni á 150
sauðum, sem Björn átti.
Björn var örorður og nokkuð gjarn til áreitni í orðum. Þurfti
ekki meira en að maður stæði vel við höggi, þá var Björn vís til
að veita honum áverka. Gott sýnishorn þess er saga sú, er mér hefur
sögð verið af orðaskiptum hans og Guðmundar á Læk (og víðar),
bróður Jóhannesar í Hofstaðaseli. Guðmundur var ölkær og kven-
hollur um of, hafði ekki einhlíta konu sína, Þorbjörgu Gísladóttur,
og átti nokkur börn utan hjónabands. Er þó af Guðmundi komið
margt merkra manna. Eitt sinn spyr Björn Guðmund, hve margar
þúfur muni vera í Þórdísarlág, en lág þessi er mýrarsund í Viðvíkur-
sveit, er liggur milli tveggja melhæða — og talið að Guðmundur
bæri góð kennsl á. „Það skal ég segja þér, ef þú getur talið mér
hellurnar í Kjalhrauni," svarar þá Guðmundur. Er ekki getið um,
að fleiri hafi orðið orðaskipti þeirra að því sinni.
Þótt Björn væri stórbrotinn og af mörgum talinn ágengur í við-
skiptum og óbilgjarn í orðum, má þó vita, að heit hans hafa reynzt
traust. Mun hann meir hafa notið virðingar en vinsælda. Á árunum
1810—1820 er hann venjulega þingvitni á Viðvíkurþingi. Sést nafn
hans skrifað (oft klúrum stöfum) í þingbókum frá þeim árum. Þótt
41