Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 12
SKAGFIRÐINGABÓK
félaga, og áhugi sumra reyndist harla dræmur. Þorvaldur, faðir Sveins,
gekk í þetta félag, en ekki fyrr en nokkuð var um liðið.
Upp úr taflfélagi þessu óx nýtt félag skákmanna á Sauðárkróki,
Taflfélag Skagafjarðar. Voru því sett lög árið 1924, er gengu mjög
í sömu átt og reglugerð eldra félagsins. Tilgangur Taflfélags Skaga-
fjarðar var „að efla og útbreiða hina fögru og gömlu taflíþrótt meðal
Skagfirðinga, mynda sérstakan sjóð, er verja skal til að kaupa mann-
töfl eftir föngum og skákrit, er gefa leiðbeinandi fróðleik í áður-
greindri íþrótt. Ennfremur skal tekið úr sjóðnum til að kaupa verð-
launagrip." — Lög félagsins voru endurskoðuð tvívegis síðar, árið
1927, og nafni félagsins breytt í Taflfélag Sauðárkróks, og 1933, er
nafninu var enn breytt, nú í Skákfélag Sauðárkróks.
Síðla árs 1926 efldist Taflfélag Skagafjarðar til muna; bættust því
í nóvember og desembermánuði 22 nýir félagar, og alls voru félagar
32 í árslok. Á fundi hinn 17. nóvember 1926 gengu í félagið þeir
bræður Þorvaldssynir, Sveinn, nýlega orðinn sautján ára, og Guð-
mundur, þremur árum eldri, mesti efnismaður, en varð skammlífur.
Faðir þeirra var í félaginu fyrir. Þá um haustið hafði verið tekið á
leigu fast húsnæði til taflæfinga, önnur kennslustofa barnaskólans
(hin eystri, er svo var nefnd) og skyldu æfingar haldnar þar mið-
vikudagskvöld í viku hverri frá því kl. 8 til 12 á miðnætti. Fyrir þá
feðga var stutt að sækja, fjölskyldan bjó þá og lengi áður í kjallara
barnaskólans, þar eð þau hjón höfðu með höndum ræstingu hússins
og upphitun.
í lögum taflfélagsins var mælt svo fyrir, að einu sinni ár hvert
skyldi háð kappmót um verðlaunagrip félagsins. Áttu um innanféiags-
mót að gilda sömu reglur og um Skákþing íslendinga. Sveinn Þor-
valdsson tefldi í fyrsta sinn á slíku kappmóti í ársbyrjun 1927 og
varð hlutskarpastur. Má því telja fullvíst, að hann hafi verið allvanur
taflmennsku, þegar hann gekk í félagið nokkrum vikum fyrr, því
þarna átti hann í höggi við ýmsa sleipa andstæðinga og sér lang-
reyndari. Með hliðsjón af árangri hans á því taflmóti, sem nú var á
næsta leiti, er og vafalaust, að hann hefur lesið sér til um skák eftir
föngum. í reikningum eldra taflfélagsins sést, að árið 1918 keypti
félagið „Kennslubók í skák". Þar mun átt við bók með þessu nafni
10