Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 203
HALLDÓR Á SYBSTA-HÓLI
um, að Tóta hafi fætt barn og kennt honum. Halldór lét á sér skilja,
að fleiri gætu nú komið þar til greina en hann. Átti hann þar við
Jón, sem kallaður var læknir og þá var í Keldnakoti. Sölvi spyr
hann, hvort hann ætli ekki að sjá barnið. Halldór tók því lítt. Sölvi
hvatti hann til þess og sagði, að hann stæði betur að vígi að synja
fyrir faðernið, er hann hefði gengið úr skugga um, að barnið líktist
honum ekki. — Það varð svo úr, að Halldór fór að Keldum, og fór
Sölvi með honum. Ræddu þeir á leiðinni um faðernið, og lagði
Sölvi ráðin á, hvernig Halldór skyldi haga sér á Keldum gagnvart
barninu. Sagði hann Halldóri að forðast það að tala til barnsins, því
það væri sama og að kannast við það.
Þeir komu nú inn á Keldum, og liggur Þórey þar á sænginni og
barnið í rúminu hjá henni. Halldór heilsar heimamönnum með
handabandi. Síðast heilsar hann Þóreyju og með kossi og ávarpar
hana þannig: „Sæl vertu nú, Þórey mín, og Guð blessi það, sem
fyrir ofan þig er, ég vænti að það sé eitthvað." Þá hnippti Sölvi í
hann og hvíslaði að honum: „Nú fórstu alveg með það, Halldór!"
„O, einhver verður víst að eiga blessaðan ungann," sagði Halldór,
og var svo það mál útrætt. Halidór gekkst við barninu, og kona
hans tók það til fósturs.
Halldór var ákaflega hjátrúarfullur. Eitt dæmi þess meðal annarra
var það, að hann hafði heyrt í æsku, að ef talið væri meðan maður
væri að borða, yrði maturinn að steini í maga þess, sem fyrir því
yrði. Eitt sinn sem oftar var Halldór staddur á Yzta-Hóli og var að
borða mjólkurgraut. Sölvi sat gegnt honum og var með eitthvert
verk, og taldi hann í hljóði, einn — tveir — þrír. Halldór heyrir
þetta. „Ert þú að telja ofan í mig, Sölvi?" segir hann hvatskeytlega.
Strákurinn kemur strax upp í Sölva, því honum var kunn hjátrú
Halldórs. Þrástarir nú Sölvi á Halldór og heldur áfram að telja og
nefnir töluna hljótt við hvern spón, sem Halldór tekur, en þó nægi-
lega hátt, að Halldór heyri. „Sérðu eftir grautnum ofan í mig, Sölvi?"
segir Halldór. Sölvi gegnir því engu, en þegar hann hefur talið upp
í tuttugu, lætur Halldór skálina róa, og gat Sölvi með naumindum
skotið sér undan henni. Þá var Sölva skemmt, en Halldór var hinn
reiðasti. Lét svo Sölvi sækja annan graut í annarri skál handa Hall-
201