Skagfirðingabók - 01.01.1969, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
búið blárri peysu, með bláa húfu og rauðum silkiskúf. Úti, kringum
tjaldið, kvað hann hafa verið tvær síðhempur bræðranna, flaniels-
svunta (svo) rauð, skrína og þrír hnakkar. Er sýslumaður spurði
vitnið, hvort nokkuð hafi vantað „undan tjaldinu eður út frá því,
þegar þér komuð aftur að sækja líkin," svarar Tómas því svo: „Lík
Bjarna og þá litlu hönd, sem ég áður á þreifaði." Einnig segir Tómas,
að ábreiðan, sem lá yfir líki Bjarna rétthverf, hafi þá verið úthverf,
er hann ásamt Reynistaðarmönnum kom aftur að tjaldinu. Að spurð-
ur kvaðst Tómas enga menn hafa vitað fara yfir Kjalhraun, frá því
er hann fyrst fann líkin, til þess er hann kom aftur að sækja þau,
aðra en Jón á Reykjum, Sigurð son hans og Björn á Reynistað.
Sýslumaður lagði sömu spurningar fyrir förunauta Tómasar. Bar þeim
saman við framburð hans í aðalatriðum, en höfðu þó ekki veitt eftir-
tekt hinni litlu hönd við hlið Bjarna.
Jón Egilsson og förunautar hans neituðu því, að þeir hefðu fundið
tjaldið. Einnig bar Jón Egilsson það fyrir réttinum, „að Sigmundur
í Skrautási hafi sagt sér, að tveim eða þrem dögum áður en hann
kom að austan, hafi maður komið [norðan] yfir Kjalhraun, hvers
nafn hann man ekki. Svo vel Jón Egilsson sem Sigurður sonur hans
og Björn neita með öllu að hafa tekið líkin og bígera, að þeir megi
afleggja sinn eið fyrir það að hafa fundið lík barna klausturhaldar-
ans, og um allan tilverknað í þeirra hvarfi eða hina minnstu meðvit-
und, hvað eftir framkomnum kringumstæðum þeim eigi kann neitast,
svo sem engar svo sterkar líkur eru tilkomnar, sem þá þar frá hindri."
Hinn 28. maí 1783, að loknu manntalsþingi, var réttur settur að
Stóru-Seylu. Kom fyrir réttinn saksóknari í málinu, Halldór Vídalín
ldausturhaldari, ásamt Jóni Egilssyni, sem jafnframt mætti þar vegna
Sigurðar sonar síns. Þar var og kominn Björn Illugason. Eftir að
ldausturhaldari hafði lagt fram „innlegg" sitt í málinu, leggja hinir
sakbornu, Jón Egilsson og Björn Illugason, fram kröfur sínar um,
að þeim dæmist synjunareiður gegn sökinni, en klausturhaldarinn í
fjársektir vegna kostnaðar, mæðu og óvirðingar, er hann hafi þeim
valdið. Eftir að saksóknari hafði neitað þeim kröfum þeirra, var
sökin tekin til dóms.
Niðurstöður dómsins voru á þá leið, að sakborningum var veittur
24